Sider

onsdag 30. mars 2011

Jeanne d´arc living - glæder mig til den 8. april !

Verð að segja að næsta tímarit lofar góðu.
Það kemur út 8. apríl næstkomandi.
Besta interiør tímarit á markaðnum, ekki spurning.
Keypti það dýrum dómi og fékk sent til Íslands áður en ég flutti út.
Nú labba ég bara niður í næstu búð og kaupi það.
Það var hægt að vera áskrifandi, en veit ekki hvernig það er lengur þar sem þær stöllur eru núna með nýja heimasíðu. Sé það ekki í fljótu bragði, en þá er bara að hafa samband við þær og leggja inn fyrirspurn sé áhuginn fyrir hendi.
Tímaritið kemur út á amk 5 mismunandi tungumálum, líka ensku fyrir þá sem ekki eru of sleipir í norðurlandamálunum.


myndirnar segja allt sem segja þarf


Billederne fra 3.udgave af Jeanne d´arc magasinet er lovende. Jeg kan i hvert fald godt lide dem og glæder mig til det udkommer den 8. april nestkommende.

tirsdag 29. mars 2011

Zink i soveværelset


Hef svo lengi óskað mér svona zink kassa, þetta er að ég held gamall fiskikassi og er einkar hentugur sem blómapottur fyrir sumarblómin þar sem það er nóg af götum !!!
Þeir eru víst orðnir erfiðir að finna en ég fann þá 3- keypti 2 og nota núna annan sem bókahirslu í svefnherbergisglugganum og hinn er inni í skáp sem skóhillu.
Þeir fara svo út á svalir þegar það fer að hlýna aðeins meira.

Var svo sæl með hortensíuna mína, sem mér fannst taka sig einkar vel út í
svefnherbergisglugganum, EN ég á ofnæmisbónda sem ÞÓTTIST finna eitthvað fyrir henni!!
Þannig að nú er hún komin inn í stofu.



Finnst hún samt taka sig einkar vel út í mínu oggu ponsu litla svefnherbergi.
Nú er bara lítil orkidea þar, þannig að jafnvægið er ekki eins gott, en hún er líka falleg.


søndag 27. mars 2011

Það er greinilegt að.....


vorið er komið þar sem kryddjurtirnar lifa í eldhúsglugganum.

njótið dagsins

mandag 21. mars 2011

At your feet


Elska hreinlega þessa liti.
Madonnustytta og krans sem ég gerði á Íslandi.
Ég held maður finni ekki flottari liti en í íslenska mosanum.
Gekk upp á Hengilinn fyrir nokkrum árum og það sem er minnisstæðast...
Er allur mosinn í alveg ótrúlegustu litum. Heilu breiðurnar í grænu, brúnu, gráu já og svörtu.
Næst þegar ég fer til Íslands er planið að fara þangað og stela smá. Held þeir eigi ekki alveg svona flottan mosa hér úti.

Hér skín sólin svo skært og það er vor í lofti. Ég borðaði hádegismatinn minn á svölunum á stuttermakjól og var meira að segja ekki kalt, eins mikil kuldaskræfa og ég er!!!!
Vona að allir eigi góðan dag.
Þúsund þakkir fyrir kommentin, þið sem því nennið...
það yljar að fá feedback.

Dagný

søndag 20. mars 2011

Dejlig fornyelse

Nokkrir púðar frá HM home fengu að fylgja mér heim þegar HM opnaði búð með HOME deild hér rétt hjá. Mæli eindregið með þeim, hægt að panta á netinu. Sígildir fallegir og vandaðir og ekki spillir verðið. Vona að aðbúnaður í verskmiðjum þeirra sé í lagi. Svona fyrir samviskuna. Oft þarf ekki svo mikið til að allt smelli saman. Er virkilega ánægð með litasamsetninguna.

Forleden opnede HM en HOME afdeling ikke så langt her fra og nogle nye pudebetræk fik følge med mig hjem. Nogle gange skal ikke så meget til for at opleve en fornyelse. Synes de fik det hele til at falde på plads, i hvert fald farvemæssigt. Jeg er i hvert fald SÅ fornøjd.

Faldt platask for denne brune som har en vidunderlig farve
og var lige farven der bandt det hele sammen.

Kolféll fyrir brúna púðaverinu, sem er úr mjög kröftugu efni og
var akkurat í litnum sem bindur allt saman.

Forskellig tekstur og naturfarver. Måske kedeligt for nogen,
men jeg er rigtig fornøjd.
Mismunandi áferð og dempaðir jarðlitir er akkurat eins og ég vil hafa það.
Góð leið til að binda saman grátt og brúnt sem sumum finnst alls ekki passa saman.
Það er mesta vitleysa, það þarf bara að gera það rétt.

Hér sést greinlega að rauði skermurinn hefði aldrei gengið.
Kertastjakarnir eru úr tini, mjög klassískt form og keyptir í flottustu búð Álaborgar sem heitir Inside Living. Alltaf jafn sæl með þá.
Gömul kista þjónar okkur á 3 vegu.
Sem sófaborð, geymsla fyrir lopann minn og svo fagurfræðilega.
Hver sagði að brúnt og grátt passaði ekki saman ? Ekki ég.

En meget gammel kiste bruges som sofabord.

Måske ikke lige det mest praktiske, men smukt.

torsdag 17. mars 2011

En ny lampeskærm?

Ja, for noget siden fik jeg nok af den gamle røde lampeskærm som blev købt pga formen. Planet var at jeg skulle strikke en ny en, grov af hvid uld. Men efter 3 forsøg gav jeg op. Det var ikke sådan som den skulle være, for jeg var aldrig tilferds. Men denne gamle løber af blunde, som jeg købte på loppemarket forleden inspirerede mig lidt, så jeg prøvede at kaste den over, ja samt en mundservet i hør. Selvfølgelig skal den ikke blive sådan for altid, men min hjerne arbejder stadig på designet og imens får den ser sådan her ud.

Fyrir nokkru fékk "rauður" að fjúka og ég byrjaði að prjóna nýjan skerm. Byrjaði svo aftur, ja og aftur en var aldrei ánægð. Þannig að ég lagði prjónana frá mér, amk hvað þetta verkefni varðar. Hef reyndar prjónað næstum heilan kjól síðan og gott ef ekki kæmi til greina eitthvað í þeim dúr. Mig langar amk í eitthvað fallegt og gamaldags, annaðhvort hekla blúndu eða prjóna fallegt munstur. Ef einhver lumar á fallegu mynstri, væri það vel þegið ;0) (blikk blikk) En þangað til fær lampagreyið að vera svona. Mér finnst hann nú skárri svona en rauður.

Það er hægt að klikka á myndina til að stækka hana, það er svo oft sem það er ekki hægt og ég veit ekki hvað það er sem ræður því processinn er alltaf sá sami. Er einhver þarna úti sem er klókari en ég og veit það?

tirsdag 15. mars 2011

Provokeret

På dr.dk kan man se programmer som hedder Arkitektens hjem. Jeg har set de 2 programmer som er blevet sendt og må indrømme at jeg blev virkelig provokeret. Jeg kan mærke at jeg bliver næsten fornærmet over mangelen på respekt for det gamle. Jeg bliver irriteret, ja nærmest vred. Pudsigt.
Jeg ville selv ALDRIG kunne bo på denne måde, men hvorfor bliver jeg så provokeret over at andre gør det? Jo, jeg kan irritere mig uendeligt over ødelagte gadebilleder, når jeg går rundt blandt de gamle smukke huse og der pludselig står et frygtelig grimt hus ind imelllem dem. Måske en hel gadebillede bare med gamle smukke huse fra omkring 1900 og så kommer der én enkelt en som er så grimt at man får smerte i sit hjerte.
Ligeledes at folk som ikke respekterer det gamle, vælger at bo i et eldgammelt hus og moderniserer det fuldstændig og fjerner alle de smukke liste, stuk og rosetter...hvorfor? Hvorfor så ikke vælge en af de grimme glaskasser som bliver bygget og lade os andre bo og bevare sjelen i de gamle huse?
jeg ved ikke med jer, men jeg ville ikke trives her.
En meget berømt glaskasse i København....
Smukke kontraster eller ødelæggelse?


Rakst á þætti á dr.dk, ekki í fyrsta sinn, sem heita arkitektens hjem. Þar er litið inn til mismunandi arkitekta og séð hvernig þeir búa. Ég er búin að sjá þá tvo þætti sem lagðir hafa verið út á netið og verð að segja að mér var virkilega ögrað. Ég varð svo pirruð, já nánast reið. Af hverju?
Jú, ég get bara ekki skilið fólk sem velur að búa í nokkur hundurð ára gömlu húsi og fjarlægir öllu ummerki um aldur hússins. Gerir það jafn sálarlaust og þessa nýju glerkassa sem þykja svo fínir í dag.
Einnig get ég pirrað mig endalaust yfir eyðilagðri götumynd, þegar allt í einu milli fallegra húsa frá um 1900 kemur ljótt slétt glerhýsi eða hús með hræðilegum fronti og litlum gluggum.

EN af hverju er mér ekki bara sama hvernig aðrir búa? Kemur mér það eitthvað við? Já, við hin þurfum líka að horfa á þessi hús sem eru, ja... ég ætla að leyfa mér að nota orðið sjónmengun.

Ég bý fallegu hverfi hér úti en inn á milli er búið að byggja "slys" og ég vil að þessi slys séu fjarlægð. Ég stend mig að því að forðast að ganga fram hjá þeim, vel aðrar götur, þar sem ég verð svo leið og reið yfir að einhver hafi fengið leyfi til svona skemmdarverka.

Ég get pirrað mig endalaust yfir þessu.

Í þessu samhengi nægir fyrir okkur Íslendinga að fara niður á Austurvöll og horfa á okkar fallega Alþingishús og svo, afsakið orðbragðið "ógeðið" sem tengir það og næsta hús sem er fallegt timburhús. Eða tenginguna milli þar næstu húsa? Ekki er hún skárri.
Svo lítur maður til vinstri og þá horfir á hús sem allir eru sammála um að sé fallegt Gamla apótekið og svo Hótel Borg.... en hvað er þetta eiginlega á milli? Svar; slys sem fjarlægja ætti ekki seinna en í dag.
Ég held ég leyfi mér að fullyrða að um það séu allir sammála.

Vond mynd af glerhýsinu en þið vitið hvað ég meina.

Hvað er þetta eiginlega á milli húsanna?
Hverjum datt þetta í hug?
Hvad fanden er det mellem disse 2 bygninger andet en " et grimt uheld"
som skal fjernes!!!!
Pósthússtræti. Sjáið þið fallega húsið í miðjunni?
nei, ég veit, ekki ég heldur.
Reykjavík midtby, kan I se den smukke bygning i midten?
nej, det ved jeg godt, det kan jeg heller ikke.





søndag 13. mars 2011

patina patina patina

Ja, vist er det lidt sorte detaljer i soveværelset som det er nu, med masser af patina. En blanding af sort, brunt og sand går rigtig godt sammen med alt det hvide.

Nokkrar nærmyndir af svörtu gimsteinunum mínum sem fá að prýða svefnherbergið þessa dagana. Svart, brúnt og sandgult fer vel við allt hið hvíta. Og það mikilvægasta er "patinan" eins og það heitir á góðri útlensku. Held að við Íslendingar eigum ekkert gott orð yfir það. EN eigum við ekki að segja að patínan geymi sál hlutarins. Þessir hlutir hafa mikla sál.

Talandi um stíliseringu
meira að segja gamlir málningardropar á hillunni
eru í tón við puntið sem hana prýðir ;o)

Gamalt samkvæmisveski og noa noa klútur.

Jesús á krossinum í dásamlega fallegum ramma.
Auðvitað yfir miðju rúminu.
Ég er ekki frá því að ég hafi sofið betur eftir að þessi mynd fór upp.
Og stóllinn minn, þessi elska...
Held ég hafi ALDREI séð eins fallega patineraðan hlut.
Maðurinn segir að hann sé með húðsjúkdóm,
er ekki frá því að hann hafi rétt fyrir sér.

Lugtin er eldgömul vegglugt með brotið gler, sem einungis eykur á sjarma hennar.

Síðast en ekki síst, hinn yndisfallegi og velformaði lampi...
sem líka er svo fallega patineraður


Það er ástæða fyrir því að gamalt er betra...
nýjir hlutir hafa ekki þessa einstöku sál.

Kannski fleiri Íslendingar vakni upp og sjái fegurðina sem svo augljós er okkur sem kunnum að meta gamalt. Maður getur amk alltaf vonað.

Hafið það gott þarna úti

lørdag 12. mars 2011

Hillan loksins komin upp....

Í dag er góður, fallegur og merkilegur dagur. Fyrir 15 árum fæddist ljósið í lífi mínu. Sólin skín glatt í dag í tilefni dagsins.
Það er loksins búið að fjárfesta í dásamlegum grip sem kallast myndavél hér á heimilinu. Því ekki úr vegi að festa upp hilluna sem beðið hefur þolinmóð við fætur stólsins í nokkrar vikur. Tveir naglar og svo kom puntið á hana eiginlega bara af sjálfu sér.
Ég er a.m.k hrikalega ánægð með niðurstöðuna, alveg eins og ég hafði séð þetta fyrir mér.
Kem með fleiri og meiri nærmyndir síðar. Það er dásemd að taka myndir með vél sem sýna hlutina eins og þeir eru og nær litunum réttum.
Eigið góðan dag.

Endelig er hyllen på plads. Hun måtte op, efter at have ventet tålmodig ved sengens side de sidste mange uger. Set skulle 2 søm og resten kom af sig selv, helt som jeg havde forstillet mig. Jeg er virkelig fornøjd. Har fået en ny kamera og må sige at det er en fornøjelse at tage billeder med den. Viser tingene i sit rette lys. Flere detaljebilleder kommer senere.
Ha en strålende helg.
Finnst hálsinn á lampanum svo flottur!
Lidt men godt i naturfarver...
lige som jeg vil ha´det
Mín yndislega dóttir á afmæli í dag.
Keypti þessa ramma þegar ég gekk með hana
og hugsaði mér að ég myndi setja fallegar myndir af
barninu mínu í þá. Finnst þeir alltaf jafn fallegir.
Hún er nú þónokkuð stærri núna daman og öllu hárprúðari!

Til sidst billeder af min datter fra hun var lille, hun fylder år i dag.
Hun er noget større og har meget mere hår.
Smuk som engel.
Rammerne købte jeg i min "hjemmeby" da jeg var gravid.
Altid lige fornøjd med dem.


torsdag 3. mars 2011

Kaiser idell - mine forever

Fandt forleden en gammel sort Kaiser idell, og blev SÅ lykkelig at jeg ikke behøvede at gå hjem, nei jeg svævede. Han fik komme op i soveværelset sammen med min smukke nye/gamle jesubillede og snart skal den lille sorte hylle som jeg også faldt over for forleden også op på væggen der.

Já hið ómögulega gerðist um daginn. Ég átti satt best að segja ekkert alltof góðan dag, þannig að ég ákvað að fara nú aðeins út og hressa mig við. Og hvernig hressir maður sig við ef maður heitir Dagný? Jú maður fer í búðir með gömlu dóti, get orðið "high" af því að gramsa í gömlu drasli. Hér ekki svo ýkja langt í burtu er búð sem heitir Futura og merkilegt nokk verslar með vintage mublur og LAMPA.
Þegar ég keypti hinn lampann minn þar í haust, var hvítur kaiser idell harmonikulampi þar, en mig langaði í svartan. Ég spurðist aðeins fyrir og fékk að vita að þeir væru vandfundnir og færu strax og þeir kæmu. Ég var því farin að skoða alvarlega hvort það væri ekki neinn sem framleiddi nýja kopiu af þessum lömpum. Hef komist að því að Ib Laursen, hefur látið framleiða hvítan svona lampa og verðið á honum er bara 1/3 af þeim gömlu, en enginn svartur.
EN þarna beið hann eftir mér þegar ég kom inn í búðina og ég var ekki lengi að gera hann að mínum. Ég held að þetta hafi verið áhrifaríkasta megrun ever, þar sem ég sveif hreinlega út úr búðinni, svona líka yfirmáta hamingjusöm. Ekki lengur slæmur dagur.

Verð þó að segja, að þetta fékk mig nú reyndar til að hugleiða hve fallvölt hamingja mín er í rauninni, ef eitt stykki gamall lampi getur snúið stórum mínus í risa plús. Fékk hrollvið tilhugsunina og hugsaði, að nú yrði ég að vinna aðeins í því að styrkja mig innanfrá. Maður getur víst ekki alltaf verið á antikmörkuðum daginn út og inn. EN hamingjusamur verður maður þegar maður finnur svona gull, jafnvel þó pyngjan finni verulega fyrir því.
Það góða hins vegar við svona hluti er, að ég get selt hann aftur einn, tveir og þrír fyrir sama verð!!! Það verður bara ekki í þessu lífi ;0)
Þarna er hann svo þessi elska, ásamt jesúmyndinni sem ég fann í stærsta "draslkjallara" í Oslo.
Hef aldrei á ævinni séð eins mikið af gömlu dóti ja og reyndar líka drasli.

Fann líka gamla hillu sem einhverra hluta vegna fór ekki upp strax og bíður þess enn....
held ég negli hana upp á eftir. Stóllinn minn sem passar svo vel við þetta allt saman, hann fékk að flytja inn í svefnherbergi.

Legg út fleiri og betri myndir af þessu þegar ég er búin að fjárfesta í almennilegri myndavél. Er SVO þreytt á þessu núna næstum 10 ára gömlu tækifærisvél sem skilar akkurat 0 myndgæðum.
hafið það gott þarna úti og þið vitið að ég bít ekki þannig að það er alveg óhætt að setja nokkur orð í komment. Myndi meira að segja gleðja mitt litla hjarta
Lifið heil.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...