Sider

onsdag 28. august 2013

Til sölu - stór antik kista og margt fleira

Maður getur víst ekki átt allt. Dótasafnarinn ég er um það bil að komast að því.
Ég er ansi dugleg að safna hlutum, á mikið af fallegu dóti sem mér þykir ósköp vænt um en verð að finna því nýtt heimili núna þar sem ég einfaldlega hef ekki pláss fyrir allt. Margt hefur þegar fengið nýtt heimili, en enn er ég með nokkra hluti sem vilja gjarnan fá að sjá ný andlit :)

Ég hef sett út auglýsingar á bland.is, en hef á tilfinningunni að það sé ekki alveg staðurinn fyrir gamla og fallega hluti. Ekki mikið um antik þar, meira notað IKEA dót. Ekki að það sé neitt athugavert við það. Þess vegna datt mér í hug að skella þessu hér inn á mitt annars steindauða blogg og sjá hvort hægt væri að pústa einhverju lífi í það.

En ef þið sjálfar eða einhver sem þið þekkið, kann að meta alvöru gamalt eða hluti sem passa vel inn í fransk nordisk landsstil, ljóst og lekkert :) þá endilega láta vita og hafa samband.

Ég ætla að birta hér myndir af gripunum og setja verðhugmynd. Það má alveg díla við mig en ég ætla ekki að gefa hlutina, amk ekki strax. Ég er til dæmis búin að selja kistuna mína tveimur hér úti, en þar sem gamlir og fallegir hlutir eru af skornum skammti á landinu hreina og kalda vil ég helst halda þeim þar.

Afsakið gæðin á myndunum, flester teknar í flýti á Ipad.

Þetta eldhússborð/ borðstofuborð keypti ég dýrum dómi í Míru þegar hún var og hét. Hef málað það hvítt með olíumálningu og eins og sjá má gæti þetta allt eins verið eldgamalt borð,
en sterkt og stabilt og ekki minnst í réttri hæð.
Hafði hugsað mér svona 30-35000 fyrir það. Bara láta vita ef það er okur :) 

Eins og sjá má koma tréborðin vel út svona hvítmáluð.
Verður bara flottara og flottara þegar málningin fer að eldast.
Finnst mér amk.

Hún er stór þessi og dásamleg eftir því.
Ertu dótasafnari, prjónakona eða veist aldrei hvað þú átt að gera við öll vattteppin,
auka púða, sessur af útistólum og þess háttar ja, eða geyma sumarklæðin á veturna og öfugt.
Orginal lykill.  Stærð í cm 71H x 130 L x59 D
Held ég verði sátt við um 30.000 kr  fyrir hana þessa.


Meira að segja hilla fyrir kerti eða prjónana. 


5 stykki stólar, allir hver úr sinni áttinni en passa vel saman. Ég myndi nú sennilega mála þá svörtu í öðrum lit í dag og var aldrei búin að skipta um áklæði, en það er nú lítið mál. 
Sá hvíti með háabakinu mætti sennilega fá eina umferð af hvítri olíumálninu þar sem það lak aðeins trélím þegar ég var að líma hann saman. 
Allt eðlilegur hlutur með gamla stóla. 
Gangverð á gömlum stólum á Íslandi sýndist mér vera ca 7-8000 þannig að ég yrði auðvitað
glöðust með þann prís, en það er alveg hægt að díla við mig. Sérstaklea ef allir eru keyptir saman. 





Gömul og sæt krítartafla sem hægt er að hengja á vegg og er með hillu undir fyrir krítina.
Þetta brúna er rest af límbandi og hvíta af verðmiða sem eitt sinn var límdur þar á.
Á ekki að vera neitt mál að þrífa það.
Verðhugmynd 2000 kr
Krítartafla í ikea kostar 5000 og þessi er sko miklu miklu flottari :) 
Gamla barnæsku skrifborðið mitt, sem er svartmálað í augnablikinu er  mjög fínt í barnaherbergi fín og þægileg stærð og fyllir ekki allt herbergið. Hvort það er um það bil 65*95, hef ekki nákvæm mál.
verðhugmynd 3000 kr. 


Er með fullt af smádóti, eða kannski öllu heldur var með :)
Góði hirðirinn fékk slatta, en hér er aðallega glerdót.
Gamlir glervasar
komið með tilboð í einn eða alla.
Þetta verður ekki selt dýrt. 

Messing kertastjakar. Hef ekki alveg gert upp við mig hvort ég
tými að selja þá. Þeir eru SVO  fínir allir saman á jólaborðið með
háum hvítum kertum.
EN komið með boð, kannski læt ég freistast. 


Gamlar stórar sultukrukkur, fínt fyrir allskonar í eldhúsinu
verð 200 kr stk. Er það okur?

meira allskonar :) 

Ferhyrndur vasi 700 kr , gömul skál 500 kr
Sorry tými ekki að selja chiffon flöskuna  :)
Vona að einhverjir láti freistast :)

Eða sjái þetta yfirhöfuð

best er að senda mér mail á dagnyh@gmail.com  en lika hægt að skella bara inn kommenti hér 

eigið góðan dag

kveðja Dagný

onsdag 19. desember 2012

Rusk úr svefnherberginu....



Veg og met hvort ég eigi að byrja aftur að blogga...... Það er eitthvað svo kósí, maður nýtur heimilisins/innbúsins á annan hátt. Blómin verða enn fallegri og minnisstæðari þar sem stússið við að raða upp/ style og ná " fínni" mynd veitir nánari og sterkari upplifun af hlutunum... Notarlegt að sjá gamlar myndir.... hvernig maður breytist og finnur alltaf eitthvað fínna og fínna á hinum ýmsu mörkuðum. Gallinn við bloggið er að manni finnst maður alltaf þurfa að sýna eitthvað nýtt og það getur orðið bæði dýrt og plássfrekt til lengdar... sef á þessu aðeins til. :)


Overvejer om jeg skal begynne å blogge igjen. Synes egentlig det er lidt koselig. Man nyder sine ting på en annen måte og får en sterkere oplevelse av hjemmet og skønheten i de gamle ting, samt blomster ved å pusle ved styling og fotografering. Savner det lidt..... Må sove lidt på det ennu fordi bagsiden av medaljen er å mann altid føler mann må vise noe nytt og jeg har ikke mere plass, så enten må noe ut eller jeg må gå i en laaaaang loppis karantene :) 


hei så lenge og held og lykke med juleforberedelserne

Dagný

mandag 10. oktober 2011

Et nyt blog med nyt navn!


Just wantet to informe you that I have startet a new blog Ting med sjel , you are welcome to visit ;=) 


Þar sem ég hvarf fremur skyndilega af vettvangi hér í vor - langaði mig að skilja eftir smá slóð á nýja bloggið mitt, sem reyndar er ekki á íslensku heldur einhverskonar norsku ( er smám saman að læra ) og svo ensku. Nýja bloggið heitir Ting med sjel og þar eru allir velkomnir í heimsókn. Takk fyrir innlitið hér, 




Bestu kveðjur Dagný

fredag 6. mai 2011

Syrener - elsker duften

"lånte" denne billed fra nettet   
Ég þurfti "aðeins" að skreppa yfir í hinn enda Oslóar í dag og þar sem ég á ekki bíl þá hjólaði ég. Ekkert að því í fínu veðri. Í bakaleiðinni fann ég allt í einu dásamlega lykt  sem ég kannaðist svo vel við en kom ekki fyrir mig. Það tók heilann nokkrar sekúndur að leita og svo búmm - Sýrenur , já þær eru byrjaðar að blómstra! Ekki þær fyrir utan hjá mér en þarna voru nokkrar byrjaðar og ilmurinn eftir því. Elska þessa lykt. Hún minnir mig alltaf á Danmörku, það var svo mikið af Sýrenum út um allt þar sem ég bjó svo allt hverfið var undirlagt af þessum dísæta ilmi allan maimánuð. Þetta er vorlyktin mín. 
Góða helgi.
I dag var jeg på en lang cykeltur til den anden ende af Oslo og pludselig på min vej tilbage mærkede jeg den. Den vidunderlige duft som mai måned medbringer. Det tog et par sekunder for min hjerne at lave koblingen, men så kom den - Syrener, ja de er begyndt at blomstre. Det minner mig om Danmark. Hvor der var Syrener over alt og hele mai måned var præget af denne duft. Elsker den. Desværre holder de sig ikke længe i vase, men så skal man bare nyde dem i det fri. 
God helg.

Dagný

torsdag 5. mai 2011

ummm - hindbær smoothie

banan, vand og frossen bær - mix  og nyd - velbekommen!

Fljótlegt einfalt og gott 
- banani, vatn og frosin ber, helst blönduð mix - mix og dýrindis hádegisverður er tilbúinn á augabragði!
Verði ykkur að góðu

Dagný

onsdag 4. mai 2011

Terriner - endelig fandt jeg nogle hvide- endda TO for ingen pris ;=)

Tvær í stíl, elska að gera góð kaup. Hvað þarf maður eiginlega að borga fyrir nýjar terrínur í dag? Ég er lítið inni í verði á nýju dóti.

Ég er bara sæt þó útstæð eyru sé með ;0)

Buffetskápurinn minn geymir sitt lítið af hverju

Glerkönnur frá heimili og hugmyndum, óskaplega fagurformaðar og ekki skemmir fyrir að það er 7% blý, þannig að það glampar líka fallega á þær.
Fann þær þessar dásemdar HVÍTU terrínur á slikk um daginn, á sama stað en ekki í sömu ferð. Fyrst þá minni, greip hana föstum tökum þegar ég sá verðið, 150 kr. Jess! EN í seinni ferðinni, þegar ég keypti stólana sá ég hina stærri, það stóð reyndar 250 á henni og ég var alveg til í að borga það en kallinn leit ekki á hvort eitthvað verð væri og sagði, þú getur fengið hana fyrir 100 kr. ójá! Þetta eru náttúrulega ekki franskar á fæti, en fyrir þær þarf maður að borga frá 500-2000 dkr og jafnvel yfir hef ég séð. EN það sér ekki á þessum og þær eru yndisfagrar og ekki minnst hvítar ;0) 

Afsakið hvað myndirnar eru gular, ég var búin að breyta þeim í  og taka í burtu gula litinn en einhverra hluta vegna hlaðast þær upp óbreyttar. Já, ég er búin að save-a breytingarnar. Ef einhver kann ráð við þessu vandamáli, vinsamlega deila með sér ;=) Er með forrit sem heitir digital photo proffesional og fylgdi með canon myndavélinni minni, verð að viðurkenna að ég kann lítið á það. Það væri kannski ráð að lesa bæklinginn eða eitthvað álíka!

Fandt forleden to terriner til 250 samlet, ikke meget det vel? 
Så glad jeg blev. 
Glaskanderne kommer fra Flamant, så pent formede og med 7% bly så lyset reflekteres veldig smukt.
Undskyld hvor gule billederne er, jeg har ændret på det i fotoshop og gemt, men de oplades alligevel uden ændringerne, er der nogen der ved hvorfor? 

hilsen 
Dagný


tirsdag 3. mai 2011

Vakkert - gamle tekstiler og blonder





Jeg kigger altid efter vakre tekstiler og blonder når jeg er på loppe - markeder eller bruktbutikker. Nogen gange kan man være heldig og få masse for lidt ;0) 

Ekki er hægt að safna húsgögnum endalaust - plássið eða öllu heldur plássleysið sér til þess ;0) 
EN gamalt lín og blúndur það má endalaust bæta við að því. Ekki bara eru gæðin mun betri en í dag, heldur getur verðið líka verið dásamlegt. Ég datt ofan í einn kassa á markaði um daginn og fékk fullt fyrir ekki svo mikið. Amk ef maður kaupir þetta í þessum svokölluðu " lífsstílsbúðum" þá þarf maður heldur betur að opna veskið uppá gátt , en ekki ég. Það borgar sig greinilega að kaupa mikið í einu! Ætla að muna það 

hafið það gott og njótið dagsins
Dagný


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...