Maður getur víst ekki átt allt. Dótasafnarinn ég er um það bil að komast að því.
Ég er ansi dugleg að safna hlutum, á mikið af fallegu dóti sem mér þykir ósköp vænt um en verð að finna því nýtt heimili núna þar sem ég einfaldlega hef ekki pláss fyrir allt. Margt hefur þegar fengið nýtt heimili, en enn er ég með nokkra hluti sem vilja gjarnan fá að sjá ný andlit :)
Ég hef sett út auglýsingar á bland.is, en hef á tilfinningunni að það sé ekki alveg staðurinn fyrir gamla og fallega hluti. Ekki mikið um antik þar, meira notað IKEA dót. Ekki að það sé neitt athugavert við það. Þess vegna datt mér í hug að skella þessu hér inn á mitt annars steindauða blogg og sjá hvort hægt væri að pústa einhverju lífi í það.
En ef þið sjálfar eða einhver sem þið þekkið, kann að meta alvöru gamalt eða hluti sem passa vel inn í fransk nordisk landsstil, ljóst og lekkert :) þá endilega láta vita og hafa samband.
Ég ætla að birta hér myndir af gripunum og setja verðhugmynd. Það má alveg díla við mig en ég ætla ekki að gefa hlutina, amk ekki strax. Ég er til dæmis búin að selja kistuna mína tveimur hér úti, en þar sem gamlir og fallegir hlutir eru af skornum skammti á landinu hreina og kalda vil ég helst halda þeim þar.
Afsakið gæðin á myndunum, flester teknar í flýti á Ipad.
Vona að einhverjir láti freistast :)
Ég er ansi dugleg að safna hlutum, á mikið af fallegu dóti sem mér þykir ósköp vænt um en verð að finna því nýtt heimili núna þar sem ég einfaldlega hef ekki pláss fyrir allt. Margt hefur þegar fengið nýtt heimili, en enn er ég með nokkra hluti sem vilja gjarnan fá að sjá ný andlit :)
Ég hef sett út auglýsingar á bland.is, en hef á tilfinningunni að það sé ekki alveg staðurinn fyrir gamla og fallega hluti. Ekki mikið um antik þar, meira notað IKEA dót. Ekki að það sé neitt athugavert við það. Þess vegna datt mér í hug að skella þessu hér inn á mitt annars steindauða blogg og sjá hvort hægt væri að pústa einhverju lífi í það.
En ef þið sjálfar eða einhver sem þið þekkið, kann að meta alvöru gamalt eða hluti sem passa vel inn í fransk nordisk landsstil, ljóst og lekkert :) þá endilega láta vita og hafa samband.
Ég ætla að birta hér myndir af gripunum og setja verðhugmynd. Það má alveg díla við mig en ég ætla ekki að gefa hlutina, amk ekki strax. Ég er til dæmis búin að selja kistuna mína tveimur hér úti, en þar sem gamlir og fallegir hlutir eru af skornum skammti á landinu hreina og kalda vil ég helst halda þeim þar.
Afsakið gæðin á myndunum, flester teknar í flýti á Ipad.
Eins og sjá má koma tréborðin vel út svona hvítmáluð. Verður bara flottara og flottara þegar málningin fer að eldast. Finnst mér amk. |
Meira að segja hilla fyrir kerti eða prjónana. |
5 stykki stólar, allir hver úr sinni áttinni en passa vel saman. Ég myndi nú sennilega mála þá svörtu í öðrum lit í dag og var aldrei búin að skipta um áklæði, en það er nú lítið mál.
Sá hvíti með háabakinu mætti sennilega fá eina umferð af hvítri olíumálninu þar sem það lak aðeins trélím þegar ég var að líma hann saman.
Allt eðlilegur hlutur með gamla stóla.
Gangverð á gömlum stólum á Íslandi sýndist mér vera ca 7-8000 þannig að ég yrði auðvitað
glöðust með þann prís, en það er alveg hægt að díla við mig. Sérstaklea ef allir eru keyptir saman.
Er með fullt af smádóti, eða kannski öllu heldur var með :) Góði hirðirinn fékk slatta, en hér er aðallega glerdót. Gamlir glervasar komið með tilboð í einn eða alla. Þetta verður ekki selt dýrt. |
Messing kertastjakar. Hef ekki alveg gert upp við mig hvort ég tými að selja þá. Þeir eru SVO fínir allir saman á jólaborðið með háum hvítum kertum. EN komið með boð, kannski læt ég freistast. |
Gamlar stórar sultukrukkur, fínt fyrir allskonar í eldhúsinu verð 200 kr stk. Er það okur? |
meira allskonar :) |
Ferhyrndur vasi 700 kr , gömul skál 500 kr Sorry tými ekki að selja chiffon flöskuna :) |
Eða sjái þetta yfirhöfuð
best er að senda mér mail á dagnyh@gmail.com en lika hægt að skella bara inn kommenti hér
eigið góðan dag
kveðja Dagný