Sider

tirsdag 31. mars 2009

Það þarf lítið til að gleðja mig...

Þegar ég breytti aðeins um daginn, 
endurraðaði ég líka í öðrum glugganum mínum 
og er svo ánægð!

Hluti af stofunni.
Kemur ekki jafn vel út á mynd og í raunveruleikanum,
 þykir það leitt.

Elska madonnuna mína, þið vitið ekki hve glöð og sæl ég er með þessa fáu hluti sem ég keypi úti áður en ég flutti heim. Þá næ ég að gera heimilið mitt aðeins smá franskt.
Lampann minn keypti ég í Heimili og hugmyndir,
 frá Flamant, þeir gerast varla flottari!

Og ég er fullkomlega meðvituð um að veggurinn í baksýn er APPELSÍNUGULUR, alveg hræðilegur en ég er ekki svo heppin að búa í einbýli. Ef svo væri væri hann hvítur, ekki spurning.

Læt þetta nægja í bili.

søndag 29. mars 2009

Af hverju voru borð svona miklu flottari í gamla daga?

Slagborð - alltaf flott en ekki kannski beint praktisk
það lítur þó út fyrir að hægt sé að sitja við þetta 
Langar í svona, 3 metra langt franskt borð frá um 1800
Báðar myndirnar eru frá Atelier September

lørdag 28. mars 2009

Langömmuskápurinn


Þennan litla hvíta skáp átti langamma mín, síðan amma, svo mamma og nú loksins ég. 
Hann var búinn að vera í mörg ár í bílskúrnum hjá henni múttu minni,
 þegar ég bjargaði honum. 
Núna geymir hann allt sparistellið mitt, 
sem ég keypi fyrir heilar 12.000 krónur. 

Örlítil hvít málning,  sandpappír og pússi púss á réttum stöðum, var nóg til að gera mig yfirmáta hamingjusama.
 Hann er búin að veita mér ómælda gleði,
 því það er svo gaman að smukkisera hann,
 svo að ég sletti nú aðeins på dansk. 
Það klæðir hann allt vel. 
Núna er það meðal annars minn heitt elskaði Jesús sem prýðir hann.  









fredag 27. mars 2009

Ekki lengur draslhorn

 

Skápurinn sem var valinn af því að mér 
fannst viðurinn í honum svo fallegur...

er bara miklu flottari hvítur...

með grenikönglum úr nágrenninu...

sitt lítið af hverju...
ásamt besta tímariti í heimi...

Ég er bara sátt við útkomuna. 
Og viti menn það hefur ekki verið drasl í þessu horni
 síðan ég málaði skápinn og eignaðist diskarekkann.
 Var áður eilíft vandamál. 
Batnandi er mönnum best að lifa.


tirsdag 3. mars 2009

Draumastaðurinn minn !

Þetta er staðurinn. Hér sit ég oft og læt mig dreyma. Ég er voða ánægð með borðið. Þetta er gamla eldhúsboðið hjá langömmu karlsins og átti að fara á haugana, en mín elskulega tengdamóðir bjargaði því, varð hugsað til okkar. Þekkir sitt fólk.

 Það leit ekki svona "vel" út þá. En með því að taka mátulega mikið af málningu af því, varð það svona stórskemmtilegt. 
Það flaug öll málningin af borðplötunni, eftir vetrarlanga útiveru. Svo þegar röðin kom að borðfótunum var það öllu erfiðara. En með brennara frá tengdapabba, sem hann svo elskulegur kenndi mér að nota, kom þessi flotti effekt fram. Ég gat ekki fengið af mér að taka alla málninguna af. 

Ég er að minnsta kosti mjög ánægð með útkomuna!



Finnst kontrastinn við tölvuna flottur
Nauðsynlegt að fá góðan latte með ljúfum draumum
Rústik og flott
Verður varla betra
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...