Sider

torsdag 19. februar 2009

Draumaeldhús...

Nei ekki þetta!

Þetta er ástæða þess að ég þoli ekki rautt! Skil ekki alveg hvað ég var að hugsa. 
En núna á allt að vera í hvítu og fallegum ljósum dempuðum litum. Ekkert arrrrg og enga væmni takk. 
 
Sá í gær eða fyrradag á einu blogginu myndir frá Kvanum. Flottustu innréttingarnar en fást ekki hér heima. Enda held ég að þær séu rándýrar. Ég ætla bara að fá mér KVIK, alle har ret til et fedt køkken,  segir Daninn, orð að sönnu, líka ég

Ætla að velja gegnheila eik sem verður svo máuð í einhverjum fallegum ljósum lit, annað hvort ljós gráum eða perlugrænum.  Einmitt  hægt að skoða vel Kvanum og móta hugmyndir. 

Engir efriskápar, bara hillur, diskarekki og aðrar smámublur á vegginn. Fólk sem getur ekki lokað skáphurðum, eins og myndin ber réttilega vitni um, á ekki að vera með efriskápa. 
Það hefur bara kúlu á ennið í för með sér:) 

Svo er hugmyndin að steypa sína eigin borðplötu. Fá risa eldavél með gasi auðvitað og svo kannski einhverntíma SMEG ísskáp. 

Verður lekkert. Hlakka svo til.



Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...