Sider

lørdag 13. juni 2009

Astrantia major - á óskalistanum mínum

Astrantia major, Stjerneskerm á dönsku og
 Sveipstjarna á íslensku. 
Get ekki vanist því að nota íslensk heiti. 
Finnst allt heita annað hvort sóley eða grös.

Þessar plöntur sem eiga heimkynni í skóglendi í Alpafjöllum 
og víðar í fjalllendi Evrópu. 
Þær þrífast vel í allri góðri garðmold
 hvort heldur sem er í sól eða nokkrum skugga. 
Dæmi þess er, að í nágrenni við mig
 hefur ein slík plantað sér inn á milli í nokkuð þéttu hekki. 
Þegar ég var á leið í sund í fyrra sumar, 
rak ég allt í einu augun í þessa elsku þarna inn á milli, 
sem blómstraði sínu blíðasta. 
Og núna er hún ölla að koma til aftur eftir veturinn. 

Verð að segja að mig klæjar í fingurna
  að kippa henni bara með mér. 
Þeir sem hafa plöntu inn á milli í hekkinu, 
kunna svo sannarlega ekki að meta hana, 
og eiga þar með ekki skilið að eiga hana! 
 
Sveipstjarna A. major 60 -100 cm, 
harðgerð og dugleg að sá sér,
 það sýnist mér að minnsta kosti
 ef maður gengur Háteigsveginn. 

Hún blómstrar í júlí og ágúst og er góð til afskeringar.
Margar sortir eins og myndirnar sýna. 
Eitthvað fyrir alla!
´Buckland´

´Roma´

´Alba´

´moulin rouge´ 
karakter í þessarri

´Florence´
fyrir þá litaglöðu


Það eru margar tegundir af Astrantia, 
A. carniolica eða  Alpasveipstjarna 
 um 60 cm há,

þar er gott afbrygði ´Rubra´



A. maxima eða Fjallasveipstjarna, víst yndisleg en sjaldséð hér. 
innan við 60 cm. Blöðin neðst á stönglinum og þétt. Harðgerð og glæsileg planta segir Hólmfríður Sigurðardóttir, og finnst synd að hún sé ekki útbreiddari hér. 
Blómin eru lítil og bleik og reifablöðin stærri og oddhvassari en á major.

A maxima ´vast´
 
Svo er það Smásveipstjarna eða Astrantia minor, eins og hinar bara minni, 10-30 cm há.



Elska duglegar plöntur, ekki veitir af hér á íslandi, 
þar sem að auki eru börn hér í hverfinu sem ÉTA plönturnar mínar. 
Eins gott að maður nái tali af foreldrum þeirra áður en ég set 
fingurbjargarblómin niður hér í garðinum.  
Þau eru baneitruð en yndisleg!


Hér er svo síða í bretlandi þar sem maður getur keypt hinar ýmsu sortir af Astrantia, þe fræ

Njótið vel og góða helgi!

6 kommentarer:

  1. Nydelige blomsterbilder...jeg har så lyst på den typen i min egen hage også, i en rosafarge...kan ikke få nok rosa, synes det er så fint i hagen, rosa, blått og hvitt:))
    Ha en superfin helg!
    Klem

    SvarSlett
  2. Já mín kæra. Þetta eru aldeilis flottar myndir. Hver annarri fegurri. Líst vel á þær allar; þær gætu allar komið til greina.
    Bestu kveðjur úr Suðurhúsum - sjáumst.
    Tengdó

    SvarSlett
  3. Dom här blommorna är ju verkligen underbart vackra.
    Ha det gott
    Kram Sofia

    SvarSlett
  4. flott blóm .... það skiptir engu hvort fólk "sakni" blóma úr miðjum runna eða ekki ... ef það er ekki búið að færa þau til á einu ári þá á það örugglega ekki eftir að gera það eftir árið ... þú værir bara að hjálpa þessu fólki að taka til hjá sér;)

    SvarSlett
  5. Ég er sammála Lindu ,þó ekki væri nema partur af plöntunni !! Kv.Rún

    SvarSlett
  6. For noen nydelige blomster, er de på island? Håper du har hatt en fin helg, klem Siren! :)

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...