Sider

mandag 12. april 2010

Krepputíska

Hið góða við kreppuna er að sú iðja að prjóna fellur ekki í algleymi. Ungu konurnar, sem ekkert kunnu til verka, eru nú á kafi í prjónaskap og íslenski lopinn hefur fengið uppreisn æru. Ég fylgi að sjálfsögðu tískunni, verð þó að viðurkenna að ég prjónaði líka fyrir kreppu, en er öllu duglegri þessa dagana. Stel uppskriftum og laga þær aðeins til og framleiði svo á vini og vandamenn og sjálfa mig auðvitað líka.

Það eru margar netsíður með prjónatengdu efni en best þykir mér garnstudio.com. Fríar uppskriftir á mörgum tungumálum - flottar uppskriftir og geðveikt garn. Sem því miður er okrað á hér heima, eins og á öllu öðru. Ekki nóg með að krónan sé verðlaus , heldur þurfta þær hjá Föndru að bæta 33% ofaná. Erla á Snorrabrautinni er eitthvað aðeins ódýrari sýndist mér.

En bláfátækir Íslendingar kvarta náttúrulega aldrei og taka bara upp budduna og borga með bros á vör. Það skal sko enginn halda að ég sé blönk (blankur). Svo kvarta þeir og kveina á kaffistofunum. Það nægir okkur Íslendingum. Enda nægjusemin okkur í blóð borin ;0)
Gangi ykkur vel með prjónaskapinn.


Her i Island strikker vi os ud af finanskrisen. Alle frustrationer kan strikkes væk.
Den islandske uld Álafoss - lopi er på måde igen, så industrien blomstrer.
Den er jo både billig, varm og smuk, selv om nogle ømskinnede ikke kan tåle den.
Álafoss hjemmeside kan man få gratis opskrifter af islandske uldtrøjer.
Selv er jeg forelsket i garnstudio.com, synes bedst om den. Men strikker selvfølgelig også mange islandske trøjer som denne her for eksempel, som jeg strikkede til
min bror.

3 kommentarer:

  1. Já það er satt - það er ekkert svo slæmt að það hafi ekki eitthvað gott í för með sér. Þær eru notalegar stundirnar við prjónana.

    Þú ert svoddan hamhleypa að á meðan ég potast lítillega áfram með minn prjónaskap þá framleiðir þú trefla, peysur og kraga...
    og auðvitað nýt ég einnig góðs af... fékk eins og Sæþór þessa líka flottu peysu að gjöf. Ekki ónýtt þar sem peysan er nánast í daglegri notkun.

    Kærar kveðjur úr Suðurhúsum

    SvarSlett
  2. Flott peysa en af hverju er Sæþór svona álkulegur á myndinni? Líður honum eitthvað illa eða þurfti hann á klóið að gera nr. 2?
    Kv, Systa

    SvarSlett
  3. Elsku drengurinn er á annarri löppinni, hann er með gifs og slitna hásin! Eins og ég sagði, það borgar sig ekki að vera karlmaður í fjölskyldutenglsum við mig. Fyrst tengdapabbi, svo mágurinn og núna annar bróðirinn, hver ætli verði næst?
    OG kæra systa maður segir ekki svona á netinu,

    kv Dagný

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...