Sider

tirsdag 29. mars 2011

Zink i soveværelset


Hef svo lengi óskað mér svona zink kassa, þetta er að ég held gamall fiskikassi og er einkar hentugur sem blómapottur fyrir sumarblómin þar sem það er nóg af götum !!!
Þeir eru víst orðnir erfiðir að finna en ég fann þá 3- keypti 2 og nota núna annan sem bókahirslu í svefnherbergisglugganum og hinn er inni í skáp sem skóhillu.
Þeir fara svo út á svalir þegar það fer að hlýna aðeins meira.

Var svo sæl með hortensíuna mína, sem mér fannst taka sig einkar vel út í
svefnherbergisglugganum, EN ég á ofnæmisbónda sem ÞÓTTIST finna eitthvað fyrir henni!!
Þannig að nú er hún komin inn í stofu.



Finnst hún samt taka sig einkar vel út í mínu oggu ponsu litla svefnherbergi.
Nú er bara lítil orkidea þar, þannig að jafnvægið er ekki eins gott, en hún er líka falleg.


1 kommentar:

  1. Já hortensían tekur sig vel út þarna í glugganum hjá kassanum flotta.
    Mér finnst hortensía með fallegri blómum!!! Ég hef bara átt eina sem missti strax blöðin og dó svo fljótlega upp úr því. Hef ekki lagt í aðra enn.

    Flottar myndir!!!

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...