Góðan daginn hér.
Eitthvað lætur lampaskermurinn á sér standa. Það reyndust ekki orð að sönnu "allt er þegar þrennt er" í þetta sinnið. Þetta ætlar að verða erfið fæðing. Þess vegna bara mynd úr hinu horninu í dag. Held þó að allir sem hingað hafi kíkt eitthvað að ráði hafi nú séð þetta allt áður en læt þetta flakka... Myndin geymir nokkra af mínum uppáhalds hlutum, langömmuskápinn minn eins og ég kalla hann, madonnuna mína og fallega gamla spegilinn minn. Ég nýt, vona að þið gerið það líka.
Bestu kveðjur úr bikkju - kuldanum í Oslo. (bikkja er hundur á norsku - fyndið með þessi norrænu mál ;0)
Dagný
Það má gjarnan koma vor, þó ekki nema fyrir Ólífutréð mitt,
lítur heldur ræfilslega út. En það tórir hér í myrkrinu og hitanum.
hej, jeg skulle egentlig være færdig med lampeskjermen, men dette ser ud til at blive en hamrende svær fødsel. Derfor billeder fra det modsatte hjørne fra stuen, der har jeg nogle af mine kæreste ejendele. Mit oldemorsskap, madonnaen min og mit kære gamle smukke spejl.
Som I kan se på billedet må det snart blive forår, i hvert fald for mit stakkels Olivientræ.
hilsner her fra bikkjekulden her i Oslo. Synes de er så morsomt med bikkje kulde fordi på islandsk er bikkje en hest der ikke rigtig gidder or kan løbe;0)
ha det godt
Dagný
Greyið ólífutrén þín! Það komst lítill garðyrkjufræðingur með skæri í ólífutréð þitt í suðurhúsum, það er frekar stutt núna:(
SvarSlettJá talandi um ólífutré - þá er það sem ég geymi fyrir þig nýklippt eins og á hefur verið bent - en það heldur enn blöðum sínum og er státið miðað við þetta á myndinni hér fyrir ofan enda var garðyrkjufræðingurinn ungi nokkuð stoltur yfir verki sínu.
SvarSlettBestu kveðjur úr Suðurhúsum til ykkar allra