Sider

torsdag 9. april 2009

Enn meira um blöndunartæki í eldhús


Er þetta ekki málið...

eða þá þessi



Það er greinilegt að það er ekki til neitt smá úrval af klassískum flottum blöndunartækjum. 

Ég er komin á þá niðurstöðu að ég vil Perrin & Rowe Bridge mixer, og hann á að vera með brons finish. 

Þegar ég var á netsíðunum í Bretlandi þá var bara til króm og eitthvað sem þeir kalla pewter, sem þýðir tin. En tinkertastjakarnir mínir eru ekkert líkir þessum fallega bronslitaða vatnshana.  English Bronze finish, það er málið.

Svo loksins datt ég inn á þess síðu  og þar getur maður séð allt úrvalið.  Gaman, gaman!!

Þegar ég skoðaði þessa nýfundnu síðu, fór ég að velta því fyrir mér að það getyr nú verið mjög gott að hafa "spúlara". Þannig að ætli niðurstaðan verði ekki annar af þessum tveimur hér að ofan. Það er ef það sprengir ekki allt budget!

Svo er vert að athuga að það er best að panta blöndunartæki og þess háttar frá Bretlandi. Þessi tæki sem ég hef verið að skoða kosta á milli 200-300 pund en í USA sá ég að sami er á yfir 1000$. 
Þannig að það borgar sig að skoða vel. 

Eftir því sem ég kemst næst eru þetta Áströlsk blöndunartæki og vönduð. Ég kýs allavega að trúa því. 


Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...