Sider

torsdag 23. april 2009

Klappborðið mitt..

var það eina sem brotnaði í fluttningunum til landsins.  
Reyndar ásamt einu fati úr sparistellinu. 
Það tók mig um ár að líma það loksins saman og svo nokkra mánuði að koma því í verk að mála það. En ég er búin. Og  líka búin að fjarlægja lista af veggjunum þarna í skotinu, fjarlægja veggfóður af skápnum og mála hann aðeins. 

Þannig að núna er litla skotið mitt í svefnherberginu svona útlítandi. 

Nokkuð sátt með útkomuna. 


Borðið málaði ég hvítt með olíu og patineraði svo með "snedkerens gamle patineringsteknk", sem er nú reyndar hluti ástæðunnar fyrir tímanum sem tók að mála boðið.
Ég þurfti nefninlega sjálf að gera línolíu/terpentínu málningu, 50%/50%  og svo litapigmentið "Umbra", sem að sjálfsögðu fæst ekki hér á landi frekar en allt annað sem mig vanhagar um!
En ég keypti litaduft í Málningu hf og blandaði sjálf. 

Útkoman varð ekki eins og á myndinni í bókinni. En ég ákvað að sjá til og athuga hvort útkoman myndi vaxa í áliti með tímanum. Sem hún hefur gert. 

Það kemur svo fallegur gljái á boðið. Og ég kann vel við grámann. 
Ef ég verð ósátt. Þá er náttúrulega bara einfaldasta mál í heimi að mála yfir það aftur. 

Jeanne dárc living, hvar væri ég ef þeirra nyti ekki við!
Ég veit að það er langt til jóla, 
en ég er búin að bíða svo lengi eftir að kaupa hana þessa. 
Mæli með henni, hún er æði!

Hér sést patineringin betur. 


Læt þetta duga í bili, gleðilegt sumar.

2 kommentarer:

  1. Sæl elskan! Og takk fyrir kveðjuna...*GLÖÐ*
    Þetta er svo flott thá þér! Og ég tek ofan hattinn fyrir þér sem nennti að nota línólíulit! Bara imponerande!
    En það verður rosalega flott!

    Hjartanskveðja til þín og landsins míns fagra. Vona að vorið sé komið. Hér er 25 stig og sól. Ávaxtatréin blómstra og lífið leikur..:)

    Faðmur til þín og hafðu það sem best...alltaf!

    SvarSlett
  2. Nice blog and beautiful pictures! :)

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...