Það er ótrúlegt hve miklu hægt er að breyta með því að skipta einungis um púðaver. Púðaver geta jafnvel verið ákveðið tjáningarform og eins og málari málar mynd, fá sumir útrás með því að hanna og suma púða.
Þeir segja líka meira um okkur en við kannski ályktum í fyrstu. Td. hve "behagesyg" við erum - eins og daninn myndi orða það - ætli það myndi ekki útleggjast sem þægindasjúk á okkar ástkæra ylhýra. Hvaða litir okkur líkar, hve "rómantísk" eða "röff" við erum og svo framvegis.
Get til dæmis dregið þá ályktun að ég er manneskja sem er MJÖG þægindasjúk - þar sem öll rúm og sófar eru full af púðum - nema ég sé manneskja sem veit ekki hvenær hún á að stoppa - það er þá annað sem púðarnir mínir segja um mig. Ekki er ég nú mjög litaglöð manneskja og greinilega þoli ég ekki of rómantískt umhverfi, þó ég geti ekki alveg ákveðið mig hve mjúk eða röff ég er.....
Þessi grófi úr sekkjaléreftinu er nýjasta saumaverkefnið, fljótlegt, einfalt og gott,
Er himinsæl með útkomuna, á þó enn eftir að skrifa texta á hann.
Kannski það verði í dag, hver veit. Ég ætla amk ekki að missa svefn yfir því að
vera ekki búin með hann.
Er himinsæl með útkomuna, á þó enn eftir að skrifa texta á hann.
Kannski það verði í dag, hver veit. Ég ætla amk ekki að missa svefn yfir því að
vera ekki búin með hann.
Púðar svo langt sem augað eygir....
Hver hefur ekki sem barn látið sig dreyma um að liggja eins og engill á skýji í endalausri mýkt?
Kannski þetta sé tilraun til að nálgast þá tilfinningu.....
Hvað segja púðarnir þínir um þig?
kveðja úr sólinni í Oslo
Dagný
Hvem elsker ikke puder? Vi omgiver os med dem i massevis fordi vi er så behagesyge eller hvad?
De siger også mere om os end man i første omgang ville tro. For exempel, hvor behagesyge vi er, hvilke farver, texturer og mønstre vi kan lide. Også hvor romantiske eller røf vi er.
Hvad fortæller dine puder om dig?
Hilsen fra forårssolen i Oslo,
Dagný
Flott blogg.
SvarSlettÓtrúlega flottir þessir tveir púðar saman - tölupúðinn fínlegi og sá grófi.
Mjúkt og notalegt!
Góða helgi - takk fyrir mig, með kveðju úr rigningunni í Reykjavík.