Sider

tirsdag 26. april 2011

tveir á bögglabera!

Þeir kölluðu á mig, taktu mig heim með þér. Nú fá þeir nýtt líf hjá mér - og ný klæði.

Talandu um fagra fótleggi - dásamlegir. Takið eftir rykinu sem hangir niður úr!

Einu sinni var ég grænn - en það er langt síðan.

Skrautlegt bak - ekki alveg í mínum stíl en þeir verða flottir.

Svo eru þeir svo nettir sem einmitt þarf í mína litlu stofu
Já, þessar elskur kölluðu á mig. Það fyrsta sem ég tók eftir voru hjólin, geðveik! Svo fagrir framfætur, síðan formið og ja - áklæðið er þegar farið af í mínum huga. 
Ég dáðist að þeim litla stund, en hélt svo áfram upp að skoða annað. Hugsaði alltaf um þá, en spurði ekki um verð. Svaf á þeim yfir helgi, fór svo á þriðjudegi og spurði. 
Ef þú tekur báða, geturðu fengið þá fyrir 500kr !  Ójá, 2 "hægindastóla" fyrir 500. Ég hélt það nú. 

Hann sagði þá vera frá því 1890 og hefðu verið í geymslu hjá tengdapabba hans, sem var bólstrari og nú er látinn, í 50 ár!  Já, nú skyldu þessar elskur fá nýtt líf hjá mér. Ég prófaði að setjast og lyfta þeim. Þeir voru ekki þungir. En ég geymdi þá hjá honum og sagðist koma með manninum mínum daginn eftir eða eftir helgina. 

Gat svo ekki beðið lengur en til daginn eftir. Ákvað þá að taka danann á þetta og fór á hjólinu. Keypti teygjur á bögglaberann og fór með þá  báða í einu með mér á bölggaberanum þessa rúma 3km heim. Hjólaði nú ekki mikið en gekk með tvo vaggandi hægindastóla á mínu svarta gamla og smá ryðgaða hjóli. Það er alveg stíliserað fyrir svona verkefni, með sinn sjarmerandi leðurhnakk á gormum og að verða mátulega sjúskað. OG horfði fólk? Ójá. Hvað varð eiginlega um það að stórborgarfólk væri svo vant öllum fjandanum að það kippti sér ekki upp við nokkurn skapaðan hlut? Ég hef amk ekki orðið vör við það. Margir brosa í kampinn, hafa gaman að. EN þetta eru alltaf góðlátleg og elskuleg augnaráð og bros sem ég fæ frá vegfarendum. 
Víst verð ég að viðurkenna að hún er nú pínulítið galinn þessi kella. 
Ég var svo heppin að eldri herra á neðri hæðinni, þar sem stólarnir voru keyptir, var svo ákafur í að hjálpa mér að binda stólana á, að ég þurfti lítið annað en að halda hjólinu og rétta honum teygjur. 
Við vorum bæði sátt við það fyrirkomulag. 

Ég er byrjuð að rífa af öðrum stólnum, er næstum búin að ákveða hvaða efni á að koma á þá, en er aðeins hikandi. Það er svo gróft. En flottir verða þeir, hætti ekki fyrr. 
Endilega látið í ykkur heyra ef þið hafið einhverjar hugmyndir? 

Fik disse 2 lænestoler fra 1890 for næsten ingen penger forleden. Vist skal de ompolstres, men  jeg er ikke i tvivl om at flotte bliver de. Jeg stopper i hvert fald ikke før jeg er tilfreds. Om andre så er det, må jo være lige meget, ikke sandt? 
Fra mine år i Danmark har jeg ét med mig. Jeg fragter næsten alt på cyklen, også dem her, på en gang, på bagajebæreren. Vist blev jeg kigget på, men det er vel ikke for første gang  og næppe heller den sidste. Jeg som troede at storbyfolk var vandt til alt.
Jeg ser dem for mig med virkelig groft stof på, sækkelerret eller lignende. Er der nogen der har gode ideer eller råd derude, vil jeg meget gerne høre fra jer.  

Mange hilsner 
Dagný



4 kommentarer:

  1. Þetta er magnað! Sérlega hrifin af reiðhjólaparti sögunnar. Skondið að hafa hjólin á framfótunum, ætli það hafi verið til að að færa stólana nett til og frá áður en fundnir voru upp filtpúðar undir fætur eða??

    SvarSlett
  2. Það er ekki gott að segja, reyndar er mikið um hjól undir gömlum húsgögnum og ekki bjó fólk mjög stórt þá, þannig að mögulega var mikið um að hlutir væru fluttir til. Veit satt að segja ekki. Þetta er spurning sem vel er þess virði að leggjast í smá rannsókn á.

    SvarSlett
  3. Já þeir eru flottir - og mín bjargar sér bara - hver þarf bíl ! ?
    Stólarnir virðast vera í góðu standi þó gamlir séu - hafi eigandinn - bólstrarinn átt við þá hefur hann kunnað til verka svo það kemur kannski ekki á óvart.
    TIl lukku með þá - þeir eiga eftir að 'ljóma' eftir meðhöndlunina hjá þér.
    Kær kv.
    t.

    SvarSlett
  4. Þeir eru æðislegir og það er geggjað að þú skutlaðir þeim á hjólið! ... hlakka til að fylgjast með

    L

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...