Sider

søndag 31. oktober 2010

Eldhúskrókurinn minn!

Loksins er ég búin að taka einhverjar myndir hér heima.
Sagan af borðinu neðst!
Endelig nogle bilder her hjemm
e fra. Min nye køkkenkrog.
Mér finnst þetta vera orðið voða voða huggulegt.
Fékk staðfestingu á því áðan þegar litla frænka mín sagði upp úr þurru þegar hún kom inn í eldhús.
ÞETTA ER NOTARLEGT ELDHÚS!
Hún elskar nefninlega loppur eins og ég en mamma hennar hefur aldrei inn í 2.hand búðir komið.
Þá er ég komin með félaga á flóamarkaðina hér!
Geðveik patina.
Kallinn sem seldi mér borðið spurði mig hvort ég hefði ekki séð appelsínugula borðið með skúffunni! Held hann kunni ekki alveg að meta patinu!
Svo veit hann ekki að ég bjó í grænu og appelsínugulu húsi í heil 2 ár.
No more orange for me thank you!
Så smukt patineret!
Fékk þennan lampa í kaupæti á flóamarkaðinum í gær!
Denne lampe fik jeg i bonus på loppis i går!

Fandt detta dejlige bord med orginal bemalning og den skønneste patina ever til 350 nkr.
Det er vel ikke meget i dette land hvor brukt og antikk ellers koster kassen!

Ég fann þetta guðdómlega borð í einni skransölunni - eða kannski öllu heldur brukt og antikk búð hér í Oslo.Ég villtist reyndar á leiðinni ( var með kortabók, bara ekki mjög góða!) og neyddist til að spyrja til vegar og endaði með að fara fjallabaksleið í bókstaflegri merkingu. Ég hjólaði nefninlega (eftir leiðbeiningu) upp langa brekku og framhjá einni hliðargötu, mjög neðarlega í brekkunni í ca 50 m fjarlægð frá blessaðri búðinni!!
Ég upp alla brekkuna, upp með kortið, beygði inn eina götu og svo aðra og aftur upp brekku, til þess eins að spyrjast aftur til leiðar, svo fann ég blessaða götuna. EN, hún var eitthvað svo skrítin að ég fann númerin niður að 13 og mitt hús var númer 11. ??? Ekkert sást í neitt hús númer 11 í yfir 200 m fjarlægð. Ég hjólaði nefninlega niður alla brekkuna, hér eru sko brekkur, til þess eins að hafna í allt annarri götu og ekker hús nr. 11 HUMM, hugsi hugs. Ég sneri við.
Aftur upp brekkuna, talaði við þriðju manneskjuna og var engu nær eftir það. Hélt aftur niður brekkuna OG þá, jú! þá sá ég skilti á einni hliðargötunni en ekkert hús nr 11. Ég hélt áfram niður þó nokkra leið, að mér fannst. Þá blasti risa hús við þar sem á stóð stórum stöfum 11. Ég varð voða glöð. Enda orðin rennandiblaut, því auðvitað var grenjandi rigning. INNI sá ég svo eiginlega ekkert nema þessa elsku sem aðeins kostaði 350 kr, sem þykir ekki mikið í þessu antikokurlandi!
Ég gekk því hamingjusöm 5 km leið heim, helmingi styttri en að búðinni reyndar!, í ausandi grenjandi rigningu. Með borðið bundið á hjólið eins og aðeins kvennfólk getur bundið borð á hjól! Það voru nokkrir karlmenn sem brostu góðlátlega að aðförunum. Fengu bara skínandi bros til baka frá hamingjusamri konu. Bindingin hélt alveg heim að dyrum, þetta fór aðeins að losna á síðustu metrunum.
Það var horft á mig eins og ég væri frá öðrum hnetti, en nei, nei, ég er bara hálf skrítin kelling frá Íslandi sem vill gjarnan gera hlutina sjálf. Ég sem hélt að fólk í stórborg væri öllu vant.

It doesn´t get any better than this!
Allow your self to get inspired!
pictures from Factory 20
A wonderful place for inspiration- if you don´t look at the price ;=)

onsdag 27. oktober 2010

Flott sófaborð eða hvað?

Ekki flott heldur æði. Ætla að reyna að smíða mér svona takist mér að verða mér úti um hráefni. Það ætti að vera ódýrara en að kaupa þetta sem er á um 100.000 ísl. Síðan heitir
http://www.factory20.com/. Hrein gullnáma fyrir þá sem eru fyrir hráan slitinn industry stíl.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...