Sider

Viser innlegg med etiketten Eldhús. Vis alle innlegg
Viser innlegg med etiketten Eldhús. Vis alle innlegg

tirsdag 5. april 2011

Besta vinkona mín!

Fyrir jólin í 10 stiga frosti í jólagjafahugleiðingum fórum við skvísan mín inn í verslun eina sem selur hin ýmsustu tæki, tól og búsáhöld til að fá nýtt hylki í sódastreemið. Það tók smá tíma þannig að frúin varð óþolinmóð og fór að kíkja í kringum sig.... Og hvað sá hún?
Kitchen Aid vél með hakkavél og safapressu á hálfvirði! Samtímis togaði þyngdarkraftur jarðar mun minna í mig og hugmynd fæddist. Þetta yrði jólagjöfin okkar í ár. Ekkert vesen, afgreitt mál.
Og þannig varð það. Þessi elska kom með mér heim og hefur verið mín besta vinkona síðan. Jólabaksturinn varð hreint út sagt unaðsleg upplifun, ekkert að ýkja ;0) Eðlilega þegar svona tæki hefur verið á óskalistanum í 15 ár, hvorki meira né minna. Reyndar kostaði hún mig næstum alla fingurna. Það var svo hræðilega kalt og ég var í 66 flísvettlingunum mínum og það er ómögulegt að halda á nokkrum sköpuðum hlut í þeim. Hvað þá stórum þungum sleipum kassa. Þannig að nú reyndi á víkinginn í mér, vettlingalaus í 10 stiga frosti (ég er ALLTAF með vettlinga) og sársaukinn. Best að reyna að gleyma honum. Ég komst heim með gripinn og nú átti Ég svona dásamlegt apparat. Ekkert VIÐ neitt. Þitt er mitt og mitt er mitt, er það ekki alltaf þannig þegar að heimilistækjunum kemur? Maðurinn hefur amk aldrei notað hana, en hinsvega notið góðs af kellu.

Sé ég rétt, veit ég að ein eða tvær þarna úti hugsa! Er þetta rautt í eldhúsinu hjá Dagnýju?
Já, rautt dásamlegt flöskustatív. Hef horft á eitt slíkt í allan vetur, verðið var bara ekki alveg fyrir budduna mína, eða samvisku ef út í það er farið. EN í Søstrene Grene hér um daginn fann ég eitt fyrir 1/5 af verðinu. Mátulega stórt, fallegt í laginu, fallega sjúskað og það er sink undir, þannig að þegar ... ekki EF takið eftir.... ég fæ leið á litnum vær málningin að fjúka, en þangað til get ég dáðst að þessu fallega nytsama statívi við hlið vinkonu minnar.
Fer reyndar enn upp í skáp að sækja kaffibolla, en þetta er að koma ;0)

Min beste veninde hedder Kitchen Aid. Jeg havde ønsket mig sådan en i 15 år, før den blev min lige inden jul. Den kostede mig næsten alle mine fingre, for den skulle bæres hjem i -10 grader, uden vanter, man kan jo ikke bære noget som helst i flisvanter! Men det var det værd. Jeg elsker den næsten over alt på jorden.
Flaskestativet i rødt godt og vel, fandt jeg til få penger i Søstrene Grene, ikke lige min farve, men den kan fjernes når, ikke om, jeg bliver træt af den. Men jeg kan rigtig godt lide stativet som det er nu. Patineringen er vellykket og indenunder er der zink belagt. Jeg har chekket!
Det går dog lidt langsomt med at vænne sig af at hente kaffekoppene i skabet, men mon det ikke kommer med tiden ;0)


søndag 27. mars 2011

Það er greinilegt að.....


vorið er komið þar sem kryddjurtirnar lifa í eldhúsglugganum.

njótið dagsins

torsdag 4. november 2010

Sending af himnum ofan!

Gårdagens kup, en stor hvid engelsk terrin fra ca 1914 til... 100kr. Ja, det er sandt. Jeg har set at på nettet bliver de solgt til 500-1300 kr, men handler man hos nogle ældre herrer som ikke lige læser vores blog og ikke helt har samme smag, kan man godt være heldig. Den mangler godt og vel et låg men ud over den intakt. Jeg er i hvert fald super glad for den.

Ha´en god dag.

Það var einhver svo góður að banka í öxlina á mér í gær og segja mér að flýta mér til kallana sem selja svona ýmsilegt smátt og gott og fullt af drasli. Ég þrætti nú smá við röddina í höfðinu, en vitandi það að ég hef oft séð eftir því lét ég undan og fór. OG HVAÐ BEIÐ MÍN?
Jú, þessi yndisfagra enska terrina frá um 1914 eftir merkinu og verðið? Aðeins 100 nkr, sem er ekki neitt því þær eru sko dýrar þessar, amk hjá þeim sem vit hafa á.

Full af möndlum sem maður kaupir í lausu hér á amk helmingi lægra verði en ella!

Juleforberedelserne så smådt i gang, med masser af mandler,
og verdens bedste julebog.

Jólaundirbúningur hafinn, búin að draga fram bestu jólabók í heimi,
og byrgja mig upp af möndlum.
Kaffivélin komin í gang aftur.
Er búin að vera latte-laus í rúma viku!!
Það er laaaangur tími, fyrir Dagnýju.

Ég fór eiginlega út til að kíkja á stóla á litlu kaffihúsi þar sem allt er til sölu,
kannski nema kaffivélin. Fann enga stóla, en stóðst ekki þessi litlu staup.
Silfurplett líka ensk.

Maður verður nú að staupa sig með stæl!
20kall stykkið, það þykir mér ekki mikið.
Þannig að ef einhvern langar í kaffi og Grand þá er bara að banka uppá hjá mér!

Hafið það sem best og takk fyrir að kíkja í heimsókn.


tirsdag 7. september 2010

Á ísskápnum

En smuk kurv for alt det grimme!
Smukke beholdere kan man aldrig ha´for mange af!
Í stað alls draslsins sem búið er að prýða ísskápinn síðan við fluttum inn er núna komin yndislega falleg gömul karfa, gamalt búðingaform, lítil dós og svo í langa stauknum...
Ja, ég á ekki hakkavél þannig að núna get ég samt fengið loftkökur og vanillukransa á jólunum. Þetta er alveg brilliant apparat það fylgdu 3 mismunandi mynstur með í botninum og svo er bara að troða deiginu inn og ýta á eftir! Held ég reyndar þrífi staukinn áður, en ég hlakka svo sannarlega til að fara að baka fyrir jólin! Er ekki október í næsta mánuði? Þá er alveg tímabært að byrja. Ódýrasta hakkavél sem ég veit um.

hafið það gott,
kveðja Dagný

fredag 18. september 2009

Hvor svært kan det være?

Billeder fra Kvänum køkken

Jeg har et problem. Jeg kan ikke bestemme mig for hvilken slags døre jeg skal vælge til mit køkken. Eller mere, om jeg kunne live med første modellen? 
Ikke det at jeg skal til at lave et nyt køkken nu. Nej, desværre, det ville være for godt til at være sandt. Men jeg har købt en inbygget opvaskemaskine og den mangler en dør. Jeg havde valgt en massiv egetræs - fyldnings dør, som skulle males HVID (ish), selvfølgelig. Men Kvik blev lukket, her i starten af finanskrisen. Og ikke nok med det. De har stoppet med at produsere netop denne type! Findes det nogle andre køkkenfirmaer? Jo, det ved vi, men jeg skal ikke til at betale en bondegård for et lille køkken.  Kvånum de har super - duper lækkre køkkner. Men er hammerdyre og kan ikke fås her. 
Ikea har nogle køkkener. Der er spørgsmålet Tidaholm, malet hvid, eller Lidingø. Hvad skal man vælge?

Sá á kvölina sem á völina. Ég get ekki ákveðið mig hvernig eldhús innréttingu ég á að velja. Ekki það að ég er ekkert að fara að skipta um eldhús neitt á næstunni. Kreppan  sá til þess. Jú og svo ég að vera ekki þessi týpíski Íslendingur sem kaupir allt strax. Nei til þess hafði ég verið of lengi í Danaveldi.  Dauðsé eftir því núna því það hefði margborgað sig! Svona er gott að vera vitur eftirá. En ég keypti  innbyggða uppþvottavél, á útsölu náttúrulega !!, og hana vantar hurð.
En þar sem ég ætla ekki að nota formúgu í nokkrar spónaplötur með hurðum er næstum ekki annað í myndinni en ikea og þá er spurningin hvort skal velja Tidaholm - og mála hana hvíta, þá yrði hún eins og efri myndin ( eða næstum því =)) eða Lidingø, sem er með réttu fulningarnar, en ég held að eldist ekkert alltof vel. Hún sjúskast amk ekkert of vel. 
Lúxusvandamál eða hvað?



fredag 31. juli 2009

Sá á kvölina sem á völina

Merkilegt eins og það er til mikið af flottum 
blöndunartækjum í þessum heimi. 
Þá fæst ekki eitt einasta þeirra hér á landi. 
Var andvaka í nótt- og hvað gerir maður þá?
Jú vafrar um á netinu. 
Rakst á þessa mynd og fékk hana "lánaða". 
Þetta blöndunartæki kæmi vel til greina í eldhúsið mitt!!
Þá er bara að finna út úr því, hvaða tegund þetta er, 
hvar það fæst og 
kannski ekki minnst, hvað það kostar.

Endnu et helt fantastisk flot armatur til køkken. 
Er der nogen der ved hvilket mærke dette er? 
Og hvor man eventuelt kan købe sådan et?

torsdag 28. mai 2009

Lidt farve bliver det vel altid...

Jeg må indrømme at jeg er mest til de neutrale farver når jeg indretter mit hjem. Det er så hyggeligt og  forstyrrer ikke øjet!

Og har man masser af puder, tæpper, osv. ser det ikke lige så rodet ud, hvis det hele bliver holdt i hvidt, eller hvide/hør/grålige nuancer. Jeg har prøvet det andet og jeg  skulle bare ha´ tæppet lagt pent samman ellers syntes jeg stuen så rodet ud.  Lidt syndsyg, jeg ved:-)

Men helt uden om farver kommer man ikke.

Jeg må indrømme at stærke farver forstyrrer mig mere på et billede, end de gør i virkeligheden.  Måske er det fordi jeg ikke kigger så tit der op, over køkken vinduet,  hvor jeg har disse gamle dåser og kaffikvarn, som var min oldemors. 
Jeg elsker de ting jeg har som har været i familien. De har en helt særlig plads i mit hjerte. 

I må ha det rigtig godt alle sammen der kigger her ind. 
Og tusind tak for jeres søde kommentar, de varmer mit hjerte.


Og af því að ég sé að núna eru einhverjir  Íslendingar  sem lesa þetta, hef ég ákveðið að skrifa nú eitthvað á mínu ástkæra ylhýra.  
Vil byrja á að þakka ykkur fyrir yndisleg komment, það er svo ánægjulegt. 

En það sem ofar stendur er að , þó ég sé mest fyrir ljósa hlutlausa liti, þar sem þeir trufla augað minnst. Verður ekki hjá litum komist. Eins og myndin af dósunum að ofan sýnir. En einhverra hluta vegna trufla litirnir mig minna  í raunveruleikanum en á mynd. Kannski er það bara af því að ég lít svo sjaldan upp á þessa hillu fyrir ofan eldhúsgluggan, eða að þeir öskra ekki eins á mann í rauninni.  
Kaffikvörnina átti langamma í Arnardal, mér þykir sérstaklega vænt um þá hluti sem ég á og hafa verið í eigu fjölskyldunnar. 

Hafið það sem allra best og takk fyrir að kíkja í heimsókn. 

kveðja Dagný

mandag 25. mai 2009

Hunangskökur - íslenska

Fékk ábendingu um að ágætt væri að hafa uppskriftina líka á íslensku, 
það eru ekki allir með dönskuna alveg uppá 10. 

Hér kemur hún.
Innihaldslisti: 
500 g hveiti
1 msk kanill
1 1/2 tsk steyttur negull
1 tsk kardimommur
1/2 tsk múskat
1 tsk matarsódi
320 g (2 1/2 dl) hunang
1 dl hrásykur/ sykur
2 msk vatn
1-2 dl möndlur, saxaðar
1dl sultaður appelsínubörkur
rifinn börkur af 1/2 sítrónu

Glassúr:
200g flórsykur
3 msk vatn
3 msk romm/ rommdropar

Aðgerðarlýsing:
Hitið ofninn í 180 °C
Sigtið saman hveiti, kanil, negul, 
kardimommur, muskat og matarsóda í skál.
Hitið hunang, sykur og vatn í potti. 
Hellið í hrærivélarskál og hrærið saman með hrærara. 
Bætið möndlum, appelsínuberki og sítrónuberki saman við.

Bakið í stóru eldföstu formi, gott að setja bökunarpappír undir og upp með hliðunum. 
Þrýstið deiginu vel niður, það á að vera ca 2 cm þykkt.
Bakið í 20 mínútur. 
Hrærið glassúrinn saman. Hann á að vera frekar þunnur. 

Þegar kakan kemur úr ofninum, skerið þá djúpar rákir í hana. 
Smyrjið glassúrnum á. 
Þegar kakan er orðin alveg köld, skerið hana þá í bita. 
Geymist í loftþéttu íláti eða frystist. 

Þessi geymist mjög vel og 
verður eiginlega bara betri með tímanum. 

Verið ykkur að góðu. 

fredag 22. mai 2009

Basel Lecerli - Tyske honningkager

Disse er dejlige og godt at have stående, 
både fordi de ser hammergodt ud 
og de kan godt tåle at stå nogen uger,
bliver bare bedre og bedre med tiden!

Ingredienser:
500 g hvedemel
1 spsk kanil
1 1/2 tsk stødt nelliker
1 tsk kardimommer
1/2 tsk muskat
1 tsk natron
320 g honning
1 dl råsukker /sukker
2 spsk vand
1-2 dl mandler, hakkede
1 dl syltet appelsinskal
revet skal af en 1/2 citron

Glasur: 
200g flormelis
3 spsk vand
3 spsk rom /romessens
Fremgangsmåde: 
Varm ovnen til 180 °c. 
Sigt sammen mel, kanil, nelliker,
kardimommer, muskat og natron i en skål. 
Varm honning, sukker og vand i en gryde. 
Hæld i en røreskål og bland godt sammen. 
Tilsæt mandler, appelsinbark og citronbark.
Bag i et lidt større ildfast fad, godt at sætte bagepapir i bunden og omkring.
Press dejet godt ned, det skal være ca 2 cm i højden. 
Bag i 20 minutter.
Lav glasuren imens, den skal være ret tynd.
 
Når kagen kommer ud af ovnen skæres den  i mindre stykker,
  men ikke helt ned igennem den. 
Sæt glasuren på og lad kagen køle af. 
Skær den derefter helt i gennem. 
Opbevares i en lufttæt beholder, kan også fryses. 
  

Nyd med en god kop kaffe, jeg anbefaler café latte.


Velbekomme!

mandag 11. mai 2009

Slagbænk i køkkenet

Denne turkis fantastik flot patinerede slagbænk, 
kunne jeg slet ikke modstå. 
Den er købt i Danmark dengang vi boede der
og bliver som den er. 
Puderne er syet af  min mans mormor. 




Jeg ved ikke med jer, men jeg synes den er yndig.

Í heimsókn hjá Fríðu frænku

Fór um daginn á skattejagt, 
eins og þeir segja á góðri dönsku 
og fann nokkra góða hluti. 

Það vill til að það eru ekki margir hér á landi með minn smekk,
 því ég tók mig um viku í umhugsunartíma
 og fjársjóðirnir mínir
biðu bara enn eftir m
ér í búðinni.
Heppin þar. 

Mynd af mínu fyrrverandi draslhorni.
Þar hefur ekki verið drasl síðan ég málaði skápinn, 
og núna er bara voða gaman að punta þarna.



Þessi ketill var eitt af því sem ég týmdi alls, alls ekki að 
selja með kolinihaven (bústaðnum)  í Danmörku. 
Finnst hann mjög skemmtilega patineraður.

Þarna sjást svo gripirnir, vel patineraðir bakkar, 
kanna og kökuform.
Þessa kaffikvörn átti langamma en hnífinn 
eða hvað svona fyrirbæri kallast á okkar ástkæra ylhýra,
 fann ég á loppemarkaði og borgaði nokkrar krónur fyrir. 
 Í dag þakka ég fyrir að ég var ekki búin að pússa hann alveg upp.
Svona getur nú verið gott að fresta h
lutunum,
enda er hann miklu flottara hálf riðgaður... 
hann er flugbeittur og  frábær á kryddjurtirnar.




Kökuformið, elska það.
Mér var hugsað til hennar ömmu minnar þegar ég keypti það.
Sá hana fyrir mér hlæja góðlátlega yfir því að ég skyldi kaupa
ryðgað kökuform á 1500 kr.


Það sem einum finnst drasl er fjársjóður í augum annars!



Svo er það kannan, stóðst hana ekki. 
Takið eftir því að hún ullar á mann!

Gamalt drasl, en fyrir mér algjör fjársjóður:-)

Sé að það villist einn og einn inn á síðuna, 
endilega skiljið eftir ykkur nokkur orð, 
það myndi gleðja mitt hjarta.

Kveð í bili

torsdag 9. april 2009

Loksins tókst það...

Stór og góð mynd af elskunni minni.
(klikkaðu á myndina og hann verður enn stærri!)


Fann nýja síðu í Bretlandi www.sinks.co.uk 
Og þar fást þeir í English bronze en eru dýrari
en á hinum fyrrnefndu síðum. 
Það er fokdýrt að hafa spúlara, 
og greinilega bara eitthvað sem ameríkaninn er fyrir. 
Hef ekki séð það á breskum síðum.
Ekki það að þeir panta það eflaust fyrir mann. 
En hann er svo fallegur að ég get bara starað og starað. 

Já hún er klikkuð þessi ef einhver er í vafa!

Enn meira um blöndunartæki í eldhús


Er þetta ekki málið...

eða þá þessi



Það er greinilegt að það er ekki til neitt smá úrval af klassískum flottum blöndunartækjum. 

Ég er komin á þá niðurstöðu að ég vil Perrin & Rowe Bridge mixer, og hann á að vera með brons finish. 

Þegar ég var á netsíðunum í Bretlandi þá var bara til króm og eitthvað sem þeir kalla pewter, sem þýðir tin. En tinkertastjakarnir mínir eru ekkert líkir þessum fallega bronslitaða vatnshana.  English Bronze finish, það er málið.

Svo loksins datt ég inn á þess síðu  og þar getur maður séð allt úrvalið.  Gaman, gaman!!

Þegar ég skoðaði þessa nýfundnu síðu, fór ég að velta því fyrir mér að það getyr nú verið mjög gott að hafa "spúlara". Þannig að ætli niðurstaðan verði ekki annar af þessum tveimur hér að ofan. Það er ef það sprengir ekki allt budget!

Svo er vert að athuga að það er best að panta blöndunartæki og þess háttar frá Bretlandi. Þessi tæki sem ég hef verið að skoða kosta á milli 200-300 pund en í USA sá ég að sami er á yfir 1000$. 
Þannig að það borgar sig að skoða vel. 

Eftir því sem ég kemst næst eru þetta Áströlsk blöndunartæki og vönduð. Ég kýs allavega að trúa því. 


tirsdag 7. april 2009

Fleiri eldhúskranar

Þennan efsta sá ég á einni frábærri  sænskri bloggsíðu
Hér má sjá kranann í fallegu umhverfi. 
Ekki spilla ljósin fyrir. 
Þau eru sko ofarlega á óskalistanum mínum. 


Þessi blöndunartæki eru frá Freese & Bruno og fást í Svíþjóð.
 Til dæmis í Docu bygg fakta.
 Þau eru ekki alveg ódýr fyrir fátækan Íslending:-) 
Kosta rúmar 8000 sænskar krónur. 
Ég á eftir að kanna frekar hvar þeir fást annarsstaðar. 

Hann er hrikalega flottur, kannski svolítil bolla,
 en svo sannarlega öðruvísi.


Verð að viðurkenna að þessi er líka ferlega góður.

Svo er voða franskt að vera með veggtengdann. 
Þá safnast heldur ekki óhreinindi og kísill í kringum "botninn".

Held samt að þessi verði niðurstaðan. 
Þetta er hinn sami og hér að neðan en bara betri mynd.
Hann er svolítið "budduvænni", en kostar að mig minnir um 240 pund.


Svo er spurningin hvað það kostar að fá herlegheitin send og tollafgreidd. 
Ekki skrýtið að maður vilji inn í EU!

Er ekki einhver á leiðinni til Bretlands eða Svíþjóðar? 







lørdag 4. april 2009

Böndunartæki í eldhús

Það kannski styttist í að það komi nýtt eldhús.
 Nei, auðvitað ekkert kannski.
 Það styttist náttúrulega í það, því ekki lengist það:-). 
Ég hef verið að velta fyrir mér blöndunartækjum. 
Auðvitað þarf að panta þau að utan eins og allt annað, 
og ekki of seint að byrja að sofa á hlutunum og velta fyrir sér hvað maður vill helst. 

Sá á kvölina sem á völina.
 Orð að sönnu. 
Mér finnst þetta nú samt bara voða gaman. 

Þessir hanar eru frá Perrin &Rowe og fást til dæmis hér
Þar eru líka til álíka blöndunartæki frá öðrum framleiðendum 
en þau eru ekki eins flott að mínu mati.  

Finnst þessi efsti flottastur held ég. 





torsdag 19. februar 2009

Draumaeldhús...

Nei ekki þetta!

Þetta er ástæða þess að ég þoli ekki rautt! Skil ekki alveg hvað ég var að hugsa. 
En núna á allt að vera í hvítu og fallegum ljósum dempuðum litum. Ekkert arrrrg og enga væmni takk. 
 
Sá í gær eða fyrradag á einu blogginu myndir frá Kvanum. Flottustu innréttingarnar en fást ekki hér heima. Enda held ég að þær séu rándýrar. Ég ætla bara að fá mér KVIK, alle har ret til et fedt køkken,  segir Daninn, orð að sönnu, líka ég

Ætla að velja gegnheila eik sem verður svo máuð í einhverjum fallegum ljósum lit, annað hvort ljós gráum eða perlugrænum.  Einmitt  hægt að skoða vel Kvanum og móta hugmyndir. 

Engir efriskápar, bara hillur, diskarekki og aðrar smámublur á vegginn. Fólk sem getur ekki lokað skáphurðum, eins og myndin ber réttilega vitni um, á ekki að vera með efriskápa. 
Það hefur bara kúlu á ennið í för með sér:) 

Svo er hugmyndin að steypa sína eigin borðplötu. Fá risa eldavél með gasi auðvitað og svo kannski einhverntíma SMEG ísskáp. 

Verður lekkert. Hlakka svo til.



onsdag 11. februar 2009

Eldavélar

Í kreppunni er mikilvægt að halda fast í drauma sína. Mig dreymir enn um nýja eldhúsið mitt, með risastórri eldavél. Gott að ég þarf ekki að panta hana á morgun því að ég gæti ekki valið. Er að hugsa um þessar. Veit bara samt ekki hvor mér finnst flottari.  Held þó þessi efri. Svo er alltaf spurning hvort hún á að vera svört eða hvít. Finnst samt þessar svörtu flottari.

Verst  að vera samt ekki að panta núna, það fylgir nefninlega frí innbyggð uppþvottavél með núna. Sæi það gerast hér heima! 
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...