Sider

tirsdag 7. april 2009

Fleiri eldhúskranar

Þennan efsta sá ég á einni frábærri  sænskri bloggsíðu
Hér má sjá kranann í fallegu umhverfi. 
Ekki spilla ljósin fyrir. 
Þau eru sko ofarlega á óskalistanum mínum. 


Þessi blöndunartæki eru frá Freese & Bruno og fást í Svíþjóð.
 Til dæmis í Docu bygg fakta.
 Þau eru ekki alveg ódýr fyrir fátækan Íslending:-) 
Kosta rúmar 8000 sænskar krónur. 
Ég á eftir að kanna frekar hvar þeir fást annarsstaðar. 

Hann er hrikalega flottur, kannski svolítil bolla,
 en svo sannarlega öðruvísi.


Verð að viðurkenna að þessi er líka ferlega góður.

Svo er voða franskt að vera með veggtengdann. 
Þá safnast heldur ekki óhreinindi og kísill í kringum "botninn".

Held samt að þessi verði niðurstaðan. 
Þetta er hinn sami og hér að neðan en bara betri mynd.
Hann er svolítið "budduvænni", en kostar að mig minnir um 240 pund.


Svo er spurningin hvað það kostar að fá herlegheitin send og tollafgreidd. 
Ekki skrýtið að maður vilji inn í EU!

Er ekki einhver á leiðinni til Bretlands eða Svíþjóðar? Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...