Sider

mandag 23. februar 2009

Punti punt í buffetskápnum
Yndislegt að hugga sig eylítið við að endurraða og punta smá. 
Það leynist greinilega eitt og annað  inni í skúffum og skápum.

torsdag 19. februar 2009

Draumaeldhús...

Nei ekki þetta!

Þetta er ástæða þess að ég þoli ekki rautt! Skil ekki alveg hvað ég var að hugsa. 
En núna á allt að vera í hvítu og fallegum ljósum dempuðum litum. Ekkert arrrrg og enga væmni takk. 
 
Sá í gær eða fyrradag á einu blogginu myndir frá Kvanum. Flottustu innréttingarnar en fást ekki hér heima. Enda held ég að þær séu rándýrar. Ég ætla bara að fá mér KVIK, alle har ret til et fedt køkken,  segir Daninn, orð að sönnu, líka ég

Ætla að velja gegnheila eik sem verður svo máuð í einhverjum fallegum ljósum lit, annað hvort ljós gráum eða perlugrænum.  Einmitt  hægt að skoða vel Kvanum og móta hugmyndir. 

Engir efriskápar, bara hillur, diskarekki og aðrar smámublur á vegginn. Fólk sem getur ekki lokað skáphurðum, eins og myndin ber réttilega vitni um, á ekki að vera með efriskápa. 
Það hefur bara kúlu á ennið í för með sér:) 

Svo er hugmyndin að steypa sína eigin borðplötu. Fá risa eldavél með gasi auðvitað og svo kannski einhverntíma SMEG ísskáp. 

Verður lekkert. Hlakka svo til.onsdag 11. februar 2009

Eldavélar

Í kreppunni er mikilvægt að halda fast í drauma sína. Mig dreymir enn um nýja eldhúsið mitt, með risastórri eldavél. Gott að ég þarf ekki að panta hana á morgun því að ég gæti ekki valið. Er að hugsa um þessar. Veit bara samt ekki hvor mér finnst flottari.  Held þó þessi efri. Svo er alltaf spurning hvort hún á að vera svört eða hvít. Finnst samt þessar svörtu flottari.

Verst  að vera samt ekki að panta núna, það fylgir nefninlega frí innbyggð uppþvottavél með núna. Sæi það gerast hér heima! 

tirsdag 10. februar 2009

"Gamlar" myndir ..Var að prófa að gera myndir gamlar. Fann linkinn inn á þessa síðu á bloggi hjá einni sem ég les núorðið fast. Þe þessa fá daga síðan ég uppgötvaði hinn nýja heim. 

Gott að vera eins og barnið. Alltaf að uppgötva eitthvað nýtt!

Ég held svei mér þá að ég óski mér myndavélar í afmælisgjöf.mandag 9. februar 2009

Draumaveröldin mín

Ég má til. Hef uppgötvað nýjan heim. Ef ég þarf á því að halda að láta mig dreyma, er nóg að fara bara á netið. Þá er hægt að sökkva sér inn í annan heim. Hvítan, rólegan og yndislegan heim. Þar ríkir friður og vellíðan, sem breiðir sig út um allan kroppinn við að skoða þessar yndislegu myndir.  

Mér hefur fundist ég svo ein og yfirgefin hér heima á Íslandi. Enginn sem deilir mínum smekk og það fæst bara ekkert hér í rétta stílnum. 

En þá..., þegar ég fékk nýja blaðið mitt inn um dyrnar og fletti í gengum það. Sá ég yndislegt heimili, humlebacken,  og þar leyndist eitt íslenskt nafn. Mjög sérstakt reyndar, en íslenskt engu að síður. Þá rambaði ég inn á bloggið hennar Gúu, hvítur lakkrís og ekkert smá flott síða! Ég er bara búin að vera í sæluvímu síðan.  Það fyrirfinnast þá greinilega fleiri smekklegir Íslendingar:)!

Ekki skemmdi svo fyrir að ég fann, alveg óvart æðislegan diskarekka,  með breiðri hillu neðst og snögum, í Blómaval af öllum stöðum. Og... hann var á 50% afslætti, en nógu dýr samt. Þannig að mitt í kreppunni fékk þessi yndislega mubla að fara heim með mér. 

Svo var bara að finna fram dót úr skápum, skúffum og hinum diskarekkanum úr eldhúsinu mínu og vúptí, draslhornið mitt er orðið hvítt og lekkert. Nú á ég bara eftir að mála skápinn.  


Ég þarf greinilega að æfa mig í að taka myndir

Þó betra svona í nærmynd
Nú er bara að vera dugleg að taka myndir og punta svolítið í kreppunni. 

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...