Sider

mandag 9. februar 2009

Draumaveröldin mín

Ég má til. Hef uppgötvað nýjan heim. Ef ég þarf á því að halda að láta mig dreyma, er nóg að fara bara á netið. Þá er hægt að sökkva sér inn í annan heim. Hvítan, rólegan og yndislegan heim. Þar ríkir friður og vellíðan, sem breiðir sig út um allan kroppinn við að skoða þessar yndislegu myndir.  

Mér hefur fundist ég svo ein og yfirgefin hér heima á Íslandi. Enginn sem deilir mínum smekk og það fæst bara ekkert hér í rétta stílnum. 

En þá..., þegar ég fékk nýja blaðið mitt inn um dyrnar og fletti í gengum það. Sá ég yndislegt heimili, humlebacken,  og þar leyndist eitt íslenskt nafn. Mjög sérstakt reyndar, en íslenskt engu að síður. Þá rambaði ég inn á bloggið hennar Gúu, hvítur lakkrís og ekkert smá flott síða! Ég er bara búin að vera í sæluvímu síðan.  Það fyrirfinnast þá greinilega fleiri smekklegir Íslendingar:)!

Ekki skemmdi svo fyrir að ég fann, alveg óvart æðislegan diskarekka,  með breiðri hillu neðst og snögum, í Blómaval af öllum stöðum. Og... hann var á 50% afslætti, en nógu dýr samt. Þannig að mitt í kreppunni fékk þessi yndislega mubla að fara heim með mér. 

Svo var bara að finna fram dót úr skápum, skúffum og hinum diskarekkanum úr eldhúsinu mínu og vúptí, draslhornið mitt er orðið hvítt og lekkert. Nú á ég bara eftir að mála skápinn.  


Ég þarf greinilega að æfa mig í að taka myndir

Þó betra svona í nærmynd
Nú er bara að vera dugleg að taka myndir og punta svolítið í kreppunni. 

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...