Fékk ábendingu um að ágætt væri að hafa uppskriftina líka á íslensku,
það eru ekki allir með dönskuna alveg uppá 10.
Hér kemur hún.
Innihaldslisti:
500 g hveiti
1 msk kanill
1 1/2 tsk steyttur negull
1 tsk kardimommur
1/2 tsk múskat
1 tsk matarsódi
320 g (2 1/2 dl) hunang
1 dl hrásykur/ sykur
2 msk vatn
1-2 dl möndlur, saxaðar
1dl sultaður appelsínubörkur
rifinn börkur af 1/2 sítrónu
Glassúr:
200g flórsykur
3 msk vatn
3 msk romm/ rommdropar
Aðgerðarlýsing:
Hitið ofninn í 180 °C
Sigtið saman hveiti, kanil, negul,
kardimommur, muskat og matarsóda í skál.
Hitið hunang, sykur og vatn í potti.
Hellið í hrærivélarskál og hrærið saman með hrærara.
Bætið möndlum, appelsínuberki og sítrónuberki saman við.
Bakið í stóru eldföstu formi, gott að setja bökunarpappír undir og upp með hliðunum.
Þrýstið deiginu vel niður, það á að vera ca 2 cm þykkt.
Bakið í 20 mínútur.
Hrærið glassúrinn saman. Hann á að vera frekar þunnur.
Þegar kakan kemur úr ofninum, skerið þá djúpar rákir í hana.
Smyrjið glassúrnum á.
Þegar kakan er orðin alveg köld, skerið hana þá í bita.
Geymist í loftþéttu íláti eða frystist.
Þessi geymist mjög vel og
verður eiginlega bara betri með tímanum.
Verið ykkur að góðu.