Sider

Viser innlegg med etiketten blöndunartæki. Vis alle innlegg
Viser innlegg med etiketten blöndunartæki. Vis alle innlegg

fredag 31. juli 2009

Sá á kvölina sem á völina

Merkilegt eins og það er til mikið af flottum 
blöndunartækjum í þessum heimi. 
Þá fæst ekki eitt einasta þeirra hér á landi. 
Var andvaka í nótt- og hvað gerir maður þá?
Jú vafrar um á netinu. 
Rakst á þessa mynd og fékk hana "lánaða". 
Þetta blöndunartæki kæmi vel til greina í eldhúsið mitt!!
Þá er bara að finna út úr því, hvaða tegund þetta er, 
hvar það fæst og 
kannski ekki minnst, hvað það kostar.

Endnu et helt fantastisk flot armatur til køkken. 
Er der nogen der ved hvilket mærke dette er? 
Og hvor man eventuelt kan købe sådan et?

torsdag 9. april 2009

Loksins tókst það...

Stór og góð mynd af elskunni minni.
(klikkaðu á myndina og hann verður enn stærri!)


Fann nýja síðu í Bretlandi www.sinks.co.uk 
Og þar fást þeir í English bronze en eru dýrari
en á hinum fyrrnefndu síðum. 
Það er fokdýrt að hafa spúlara, 
og greinilega bara eitthvað sem ameríkaninn er fyrir. 
Hef ekki séð það á breskum síðum.
Ekki það að þeir panta það eflaust fyrir mann. 
En hann er svo fallegur að ég get bara starað og starað. 

Já hún er klikkuð þessi ef einhver er í vafa!

Enn meira um blöndunartæki í eldhús


Er þetta ekki málið...

eða þá þessi



Það er greinilegt að það er ekki til neitt smá úrval af klassískum flottum blöndunartækjum. 

Ég er komin á þá niðurstöðu að ég vil Perrin & Rowe Bridge mixer, og hann á að vera með brons finish. 

Þegar ég var á netsíðunum í Bretlandi þá var bara til króm og eitthvað sem þeir kalla pewter, sem þýðir tin. En tinkertastjakarnir mínir eru ekkert líkir þessum fallega bronslitaða vatnshana.  English Bronze finish, það er málið.

Svo loksins datt ég inn á þess síðu  og þar getur maður séð allt úrvalið.  Gaman, gaman!!

Þegar ég skoðaði þessa nýfundnu síðu, fór ég að velta því fyrir mér að það getyr nú verið mjög gott að hafa "spúlara". Þannig að ætli niðurstaðan verði ekki annar af þessum tveimur hér að ofan. Það er ef það sprengir ekki allt budget!

Svo er vert að athuga að það er best að panta blöndunartæki og þess háttar frá Bretlandi. Þessi tæki sem ég hef verið að skoða kosta á milli 200-300 pund en í USA sá ég að sami er á yfir 1000$. 
Þannig að það borgar sig að skoða vel. 

Eftir því sem ég kemst næst eru þetta Áströlsk blöndunartæki og vönduð. Ég kýs allavega að trúa því. 


tirsdag 7. april 2009

Fleiri eldhúskranar

Þennan efsta sá ég á einni frábærri  sænskri bloggsíðu
Hér má sjá kranann í fallegu umhverfi. 
Ekki spilla ljósin fyrir. 
Þau eru sko ofarlega á óskalistanum mínum. 


Þessi blöndunartæki eru frá Freese & Bruno og fást í Svíþjóð.
 Til dæmis í Docu bygg fakta.
 Þau eru ekki alveg ódýr fyrir fátækan Íslending:-) 
Kosta rúmar 8000 sænskar krónur. 
Ég á eftir að kanna frekar hvar þeir fást annarsstaðar. 

Hann er hrikalega flottur, kannski svolítil bolla,
 en svo sannarlega öðruvísi.


Verð að viðurkenna að þessi er líka ferlega góður.

Svo er voða franskt að vera með veggtengdann. 
Þá safnast heldur ekki óhreinindi og kísill í kringum "botninn".

Held samt að þessi verði niðurstaðan. 
Þetta er hinn sami og hér að neðan en bara betri mynd.
Hann er svolítið "budduvænni", en kostar að mig minnir um 240 pund.


Svo er spurningin hvað það kostar að fá herlegheitin send og tollafgreidd. 
Ekki skrýtið að maður vilji inn í EU!

Er ekki einhver á leiðinni til Bretlands eða Svíþjóðar? 







lørdag 4. april 2009

Böndunartæki í eldhús

Það kannski styttist í að það komi nýtt eldhús.
 Nei, auðvitað ekkert kannski.
 Það styttist náttúrulega í það, því ekki lengist það:-). 
Ég hef verið að velta fyrir mér blöndunartækjum. 
Auðvitað þarf að panta þau að utan eins og allt annað, 
og ekki of seint að byrja að sofa á hlutunum og velta fyrir sér hvað maður vill helst. 

Sá á kvölina sem á völina.
 Orð að sönnu. 
Mér finnst þetta nú samt bara voða gaman. 

Þessir hanar eru frá Perrin &Rowe og fást til dæmis hér
Þar eru líka til álíka blöndunartæki frá öðrum framleiðendum 
en þau eru ekki eins flott að mínu mati.  

Finnst þessi efsti flottastur held ég. 





Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...