Sider

mandag 11. mai 2009

Í heimsókn hjá Fríðu frænku

Fór um daginn á skattejagt, 
eins og þeir segja á góðri dönsku 
og fann nokkra góða hluti. 

Það vill til að það eru ekki margir hér á landi með minn smekk,
 því ég tók mig um viku í umhugsunartíma
 og fjársjóðirnir mínir
biðu bara enn eftir m
ér í búðinni.
Heppin þar. 

Mynd af mínu fyrrverandi draslhorni.
Þar hefur ekki verið drasl síðan ég málaði skápinn, 
og núna er bara voða gaman að punta þarna.Þessi ketill var eitt af því sem ég týmdi alls, alls ekki að 
selja með kolinihaven (bústaðnum)  í Danmörku. 
Finnst hann mjög skemmtilega patineraður.

Þarna sjást svo gripirnir, vel patineraðir bakkar, 
kanna og kökuform.
Þessa kaffikvörn átti langamma en hnífinn 
eða hvað svona fyrirbæri kallast á okkar ástkæra ylhýra,
 fann ég á loppemarkaði og borgaði nokkrar krónur fyrir. 
 Í dag þakka ég fyrir að ég var ekki búin að pússa hann alveg upp.
Svona getur nú verið gott að fresta h
lutunum,
enda er hann miklu flottara hálf riðgaður... 
hann er flugbeittur og  frábær á kryddjurtirnar.
Kökuformið, elska það.
Mér var hugsað til hennar ömmu minnar þegar ég keypti það.
Sá hana fyrir mér hlæja góðlátlega yfir því að ég skyldi kaupa
ryðgað kökuform á 1500 kr.


Það sem einum finnst drasl er fjársjóður í augum annars!Svo er það kannan, stóðst hana ekki. 
Takið eftir því að hún ullar á mann!

Gamalt drasl, en fyrir mér algjör fjársjóður:-)

Sé að það villist einn og einn inn á síðuna, 
endilega skiljið eftir ykkur nokkur orð, 
það myndi gleðja mitt hjarta.

Kveð í bili

2 kommentarer:

 1. Fekk kvartanir um að ekki væri hægt að kommentera,
  prufa, búin að kippa því í lag,

  kveðja Dagný

  SvarSlett
 2. jeeeeeeeeeeeeeee ég datt hér alveg óvart inn en verð að segja að ég sit hér nánast slefandi af ánægjuog áfergju fyrir framan tölvuna mína.
  yndislegar myndir sem svo sannarlega kitla huga minn og hjarta.Held að ég sé ástfangin af íbúðinni þinni :)

  SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...