Það er fátt sem gleður eins og blóm. Hvít blóm eru alltaf falleg og það eru fá fallegri en Hortensían. Dásamleg og falleg með perlu í miðju blómi. Hún er voða hamingjusöm hjá mér. Hún þarf bara góða birtu og nóg að drekka.
Hitt blómið er afskorið og hefur staðið í nærri 2 vikur, kaupi sko heldur betur þannig aftur. Verst að ég man ekki nafnið. Held fresíur eða eitthvað álíka, þær eru svona blanda af íris og lilju. Elska litasamsetninguna á blóminu. Það er ekkert eins fullkomið í heiminum og blóm.
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar