Sider

mandag 21. mars 2011

At your feet


Elska hreinlega þessa liti.
Madonnustytta og krans sem ég gerði á Íslandi.
Ég held maður finni ekki flottari liti en í íslenska mosanum.
Gekk upp á Hengilinn fyrir nokkrum árum og það sem er minnisstæðast...
Er allur mosinn í alveg ótrúlegustu litum. Heilu breiðurnar í grænu, brúnu, gráu já og svörtu.
Næst þegar ég fer til Íslands er planið að fara þangað og stela smá. Held þeir eigi ekki alveg svona flottan mosa hér úti.

Hér skín sólin svo skært og það er vor í lofti. Ég borðaði hádegismatinn minn á svölunum á stuttermakjól og var meira að segja ekki kalt, eins mikil kuldaskræfa og ég er!!!!
Vona að allir eigi góðan dag.
Þúsund þakkir fyrir kommentin, þið sem því nennið...
það yljar að fá feedback.

Dagný

2 kommentarer:

  1. Gott að vita að vorið sé á leið norður á bóginn, ætli það sé samt ekki mánuður í okkur.

    Kær kveðja,
    Linda

    SvarSlett
  2. Já það er víða fallegt á Íslandi og litirnir einstakir - stund i kyrrð og ró á fallegum degi og í fallegu umhverfi getur verið svo einstök að hún fylgir manni alla tíð.

    Það er skrítið að lesa um að lífið hér 'rétt handan við hólinn' sé svona bjart og hlýtt. Hér er að vísu ekki svo kalt en það er þoka og drungi yfir öllu.
    Vona að þið eigið góðan dag og takk fyrir að fá að kíkja í heimsókn.

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...