Sider

torsdag 3. mars 2011

Kaiser idell - mine forever

Fandt forleden en gammel sort Kaiser idell, og blev SÅ lykkelig at jeg ikke behøvede at gå hjem, nei jeg svævede. Han fik komme op i soveværelset sammen med min smukke nye/gamle jesubillede og snart skal den lille sorte hylle som jeg også faldt over for forleden også op på væggen der.

Já hið ómögulega gerðist um daginn. Ég átti satt best að segja ekkert alltof góðan dag, þannig að ég ákvað að fara nú aðeins út og hressa mig við. Og hvernig hressir maður sig við ef maður heitir Dagný? Jú maður fer í búðir með gömlu dóti, get orðið "high" af því að gramsa í gömlu drasli. Hér ekki svo ýkja langt í burtu er búð sem heitir Futura og merkilegt nokk verslar með vintage mublur og LAMPA.
Þegar ég keypti hinn lampann minn þar í haust, var hvítur kaiser idell harmonikulampi þar, en mig langaði í svartan. Ég spurðist aðeins fyrir og fékk að vita að þeir væru vandfundnir og færu strax og þeir kæmu. Ég var því farin að skoða alvarlega hvort það væri ekki neinn sem framleiddi nýja kopiu af þessum lömpum. Hef komist að því að Ib Laursen, hefur látið framleiða hvítan svona lampa og verðið á honum er bara 1/3 af þeim gömlu, en enginn svartur.
EN þarna beið hann eftir mér þegar ég kom inn í búðina og ég var ekki lengi að gera hann að mínum. Ég held að þetta hafi verið áhrifaríkasta megrun ever, þar sem ég sveif hreinlega út úr búðinni, svona líka yfirmáta hamingjusöm. Ekki lengur slæmur dagur.

Verð þó að segja, að þetta fékk mig nú reyndar til að hugleiða hve fallvölt hamingja mín er í rauninni, ef eitt stykki gamall lampi getur snúið stórum mínus í risa plús. Fékk hrollvið tilhugsunina og hugsaði, að nú yrði ég að vinna aðeins í því að styrkja mig innanfrá. Maður getur víst ekki alltaf verið á antikmörkuðum daginn út og inn. EN hamingjusamur verður maður þegar maður finnur svona gull, jafnvel þó pyngjan finni verulega fyrir því.
Það góða hins vegar við svona hluti er, að ég get selt hann aftur einn, tveir og þrír fyrir sama verð!!! Það verður bara ekki í þessu lífi ;0)
Þarna er hann svo þessi elska, ásamt jesúmyndinni sem ég fann í stærsta "draslkjallara" í Oslo.
Hef aldrei á ævinni séð eins mikið af gömlu dóti ja og reyndar líka drasli.

Fann líka gamla hillu sem einhverra hluta vegna fór ekki upp strax og bíður þess enn....
held ég negli hana upp á eftir. Stóllinn minn sem passar svo vel við þetta allt saman, hann fékk að flytja inn í svefnherbergi.

Legg út fleiri og betri myndir af þessu þegar ég er búin að fjárfesta í almennilegri myndavél. Er SVO þreytt á þessu núna næstum 10 ára gömlu tækifærisvél sem skilar akkurat 0 myndgæðum.
hafið það gott þarna úti og þið vitið að ég bít ekki þannig að það er alveg óhætt að setja nokkur orð í komment. Myndi meira að segja gleðja mitt litla hjarta
Lifið heil.

5 kommentarer:

 1. kvitt - er sko búin að skutla þessari síðu í rss feed ið hjá mér þannig að ég kvitta sjaldnar en sé alltaf hvað er að gerast;) flottur lampi!

  SvarSlett
 2. og gettu hver ég er;)

  SvarSlett
 3. Það kemur ekki nema ein til greina sem skrifar svona um eitthvað sem ég ekki skil..... Og fyrsti stafurinn er hvað L ?

  takk fyrir kommentið ;o)

  ps. þarf að læra að gera broskarl með enn stærra brosi.

  SvarSlett
 4. Já flottur er hann ... til lukku!

  Ég féll fyrir svona vegglömpum úr tré (náttúrulega ekki sama dæmi en þeir voru með svona harmonikuupphengi) og gaf foreldrum mínum í jólagjöf, ætli það séu ekki nálægt 30 ár síðan - ég vissi aldrei hvað um þá varð en ég hef grun um að karli föður mínum hafi ekki líkað við þá. En mér fundust þeir flottir!! Verð þó að segja að þinn er alvöru og þú lýgur sennilega engu um að hann fylgi þér ævilangt. Njóttu vel!
  b.kv.
  t

  SvarSlett
 5. Gaman að skoða bloggið þitt. Ég ligg yfir norsku interiorbloggunum og gaman að sjá eitt slíkt sem er á Íslensku... að hluta.
  ert komin á "fylgilistann" minn svo það verður gaman að fylgjast með næstu búðarferðum hjá þér:)

  SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...