Sider

tirsdag 12. april 2011

min lille tallerkenrække

Lidt af hver får min tallerkenrække gemme
gemmer lidt af hvert som en hver tallerkenrække skal.  Et nyt fund til få penger, en eldgammel kaffekværn -  med den fedeste patina, viser detalje billeder snart og gammel pisker - så skø så skøn

 en samling forskellige  fad og kagetallerkner - samlet i gennem årene. Et viskestykke med opskrift af pandekaker.... har godt nok ikke prøvet den men måske jeg skulle!

Det var det for nu... 
men jeg bliver veldig glad hvis I lægger en hilsning.
kram Dagný
En gammel pisker med smuk patinering, så kan jeg stadig få flødeskum hvis elektriciteten svikter ;0)
 Myndir af diskarekkanum mínum í litla eldhúsinu mínu. Hann geymir auðvitað sitt lítið af hverju eins og diskarekkar eiga að gera. 

Safn fata og kökudiska sitt úr hvorri áttinni, allt þó í ljósum litum. Eldgömul kaffikvörn... gat ekki staðist hana, gamall pískari- þannig að ég geti nú fengið þeyttan rjóma ef rafmagnið fer... 
fyrir utan það að það kemur eitt stórt bros á mína bara við að horfa á hann... hann er svo ótrúlega fallegur. 
Elska gömul verkfæri og áhöld - sérstaklega ef enn er hægt að nota þau, en þar setur hugmyndaflugið eitt okkur skorður. 


Hvítt viskastykki með bróderaðri pönnukökuuppskrift og svo gamlir stimplar sem segja vor - já vorið er nefninlega komið hér. 


Takk fyrir innlitið... 
velkomin aftur og ég verð voða glöð ef þið látið aðeins vita af ykkur


kveðja Dagný

3 kommentarer:

  1. Já góðan daginn! Vorið þitt nær alla leið yfir hafið í rokið og rigninguna. Skemmtilegar myndir - og gaman að svona fágætum - mér finnst hugmyndin að því að setja pönnukökuuppskrift á viskustykki alveg frábær. Maður heldur svona munum skjannahvítum og notar sem minnst nema til punts. Í dag tímir maður varla að setja útsaumaðan kaffidúk á borðið - svo sjaldséð er slíkt augnayndi.

    Mamma og amma áttu svona þeytara - veit ekki hvenær þeir hurfu úr eldhúsum þeirra! Ætli ég hafi ekki fengið að drullumalla með þeim ...

    Og til lukku með nýtt útlit - passar vel að hafa vélritunarlúkkið.
    Kær kveðja,
    t

    SvarSlett
  2. sakna langömmu minnar í hvert sinn sem ég sé handþeytara! Hennar var með svörtum höldum.

    Knús,
    Linda

    SvarSlett
  3. Þeir eru æði, ég valdi náttúrulega þann elsta og flottasta!!!

    Gott að finnast maður smekklegur ;0)

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...