Sider

onsdag 27. april 2011

Speglar í anddyrinu - Entreen

 Sumir hafa  myndir á sínum veggjum,  ég hef spegla. Einhverjir myndu sjálfsagt segja ónýta spegla. En við erum nú ekki alveg sammála. Því meira patinerað sem glerið er þeim mun fallegri eru þeir. Það er ekki eins og maður missi af einhverju að sjá ekki sjálfan sig almennilega ;=)

 Þessir voru  keyptir fyrir slikk og málaðir. Er bara þokkalega sátt. Geri mér alveg grei fyrir að þetta eru ekki franskir Luis Philip speglar en fínir eru þeir í litlu forstofuna mína.
 Ég neyddist til að bjarga speglamálum þar sem daman á heimilinu braut stóra spegilinn fyrir rúmu hálfu ári og ég var orðin ansi leið á að fela brotið með kössum og fleira. EN týmdi ég að henda rammanum? Nei, ég ákað að gera hann að skilaboðaskjóðu, smá töflumálning og vúptí nýtt hlutverk.





Einhversstaðar verða vondir að vera, þannig að nauðsynlegt er að eiga nóg af kössum, kistum og koffortum til að geyma allt sem við mannfólkið höfum talið okkur trú um að við þurfum á að halda. Lampann fann ég á markaði um daginn, finnst hann æði, er fremur svög fyrir gömlum lömpum. Þessi var hugsaður í húsbóndaherbergið þegar það nú einhverntíma verður að veruleika. Finnst þessi lampi hæfa mínum manni vel.

Lidt fra min entré. Har haft lidt problemer med knækket spejl og flere, men nu har jeg købt nye for slik og lavet en tavle af den gamle. Lampen fandt jeg på market forleden. Det er rigtig funktionelt med koffort og kister i entreen, lige til at smide alt ned i.... og måske lidt sværere at finde det man skal bruge igen, men pyt pyt.

2 kommentarer:

  1. Fallegir! Sammála með að svoan "ónýtir "speglar seu fallegastir oft verðru spegilynd herbergisins fallegri í þannig spegli.
    En varðandi brotna spegilinn þá er svo margt fallegt hægt að gera með rammann, td að strengja bönd í hann og nota til að hengja felleg póstkort eða myndir (langar svo að gera þannig) svo eru þeir oft bara fallegir tómir uppá vegg, nú svo er þín hugmynd alveg briljant og bætist í tómarammahugmyndasafnið mitt.

    SvarSlett
  2. Dagný, mig minnir að það sé hægt að fá rauða krítunarmálningu ... það væri nú líka góð hugmynd;)

    L

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...