Sider

tirsdag 3. mars 2009

Draumastaðurinn minn !

Þetta er staðurinn. Hér sit ég oft og læt mig dreyma. Ég er voða ánægð með borðið. Þetta er gamla eldhúsboðið hjá langömmu karlsins og átti að fara á haugana, en mín elskulega tengdamóðir bjargaði því, varð hugsað til okkar. Þekkir sitt fólk.

 Það leit ekki svona "vel" út þá. En með því að taka mátulega mikið af málningu af því, varð það svona stórskemmtilegt. 
Það flaug öll málningin af borðplötunni, eftir vetrarlanga útiveru. Svo þegar röðin kom að borðfótunum var það öllu erfiðara. En með brennara frá tengdapabba, sem hann svo elskulegur kenndi mér að nota, kom þessi flotti effekt fram. Ég gat ekki fengið af mér að taka alla málninguna af. 

Ég er að minnsta kosti mjög ánægð með útkomuna!



Finnst kontrastinn við tölvuna flottur
Nauðsynlegt að fá góðan latte með ljúfum draumum
Rústik og flott
Verður varla betra

2 kommentarer:

  1. Þetta er alveg ekta Dagný :)
    Gaman að kíkja í Grundarhúsin stöku sinnum.
    b.kv.
    t

    SvarSlett
  2. Það er líka gaman að kíkja í heimsókn í Grundarhúsin.
    b.kv.
    t

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...