Sider

lørdag 28. mars 2009

Langömmuskápurinn


Þennan litla hvíta skáp átti langamma mín, síðan amma, svo mamma og nú loksins ég. 
Hann var búinn að vera í mörg ár í bílskúrnum hjá henni múttu minni,
 þegar ég bjargaði honum. 
Núna geymir hann allt sparistellið mitt, 
sem ég keypi fyrir heilar 12.000 krónur. 

Örlítil hvít málning,  sandpappír og pússi púss á réttum stöðum, var nóg til að gera mig yfirmáta hamingjusama.
 Hann er búin að veita mér ómælda gleði,
 því það er svo gaman að smukkisera hann,
 svo að ég sletti nú aðeins på dansk. 
Það klæðir hann allt vel. 
Núna er það meðal annars minn heitt elskaði Jesús sem prýðir hann.  









Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...