Sider

mandag 25. mai 2009

Hunangskökur - íslenska

Fékk ábendingu um að ágætt væri að hafa uppskriftina líka á íslensku, 
það eru ekki allir með dönskuna alveg uppá 10. 

Hér kemur hún.
Innihaldslisti: 
500 g hveiti
1 msk kanill
1 1/2 tsk steyttur negull
1 tsk kardimommur
1/2 tsk múskat
1 tsk matarsódi
320 g (2 1/2 dl) hunang
1 dl hrásykur/ sykur
2 msk vatn
1-2 dl möndlur, saxaðar
1dl sultaður appelsínubörkur
rifinn börkur af 1/2 sítrónu

Glassúr:
200g flórsykur
3 msk vatn
3 msk romm/ rommdropar

Aðgerðarlýsing:
Hitið ofninn í 180 °C
Sigtið saman hveiti, kanil, negul, 
kardimommur, muskat og matarsóda í skál.
Hitið hunang, sykur og vatn í potti. 
Hellið í hrærivélarskál og hrærið saman með hrærara. 
Bætið möndlum, appelsínuberki og sítrónuberki saman við.

Bakið í stóru eldföstu formi, gott að setja bökunarpappír undir og upp með hliðunum. 
Þrýstið deiginu vel niður, það á að vera ca 2 cm þykkt.
Bakið í 20 mínútur. 
Hrærið glassúrinn saman. Hann á að vera frekar þunnur. 

Þegar kakan kemur úr ofninum, skerið þá djúpar rákir í hana. 
Smyrjið glassúrnum á. 
Þegar kakan er orðin alveg köld, skerið hana þá í bita. 
Geymist í loftþéttu íláti eða frystist. 

Þessi geymist mjög vel og 
verður eiginlega bara betri með tímanum. 

Verið ykkur að góðu. 

3 kommentarer:

  1. Kul med fler fina recept.
    Ha det så gott

    SvarSlett
  2. Hæ hæ

    Þetta er frábær síða og ég hlakka til að fylgjast með þér hérna
    Frábært að fá þessa æðislegu uppskrift á okkar ylhýra

    kv.Rún

    SvarSlett
  3. Nam, nam...du må ikke friste med så herlige oppskrifter, jeg er på diett! ;) Tror jeg må prøve den, så snadder ut! Smakte ei himmelsk god bløtkake i fra island...fikk bare vite at den heter: Islandsk bløtkake, har du hørt om en slik kake? :)

    SvarSlett

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...